skip to Main Content
7 Staðreyndir Sem Að þú Mögulega Vissir Ekki Um Hunda

7 staðreyndir sem að þú mögulega vissir ekki um hunda

Mamma mín á þennan fallega hund sem hún leyfði mér að nota við gerð færslunnar – Layla heitir hún <3 

Hundurinn er besti vinur mannsins, eða svo hefur verið haldið fram lengi. Það er ábyggilega fullt til í því enda eru þeir yfirleitt mjög húsbóndahollir.

Hér eru 7 staðreyndir um hunda sem að þú mögulega vissir ekki um.

  1. Hundar geta lesið úr andliti manns – Hvort að maður sé glaður, leiður, reiður o.s.frv.
  2. Hundar mega ekki borða súkkulaði – í súkkulaði er efni sem að er mjög eitrað fyrir hunda og geta þeir dáið ef þeir komast í mikið magn af því.
  3. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hundar eru mjög öfundsjúkir – þá sérstaklega ef eigandi þeirra veitir öðru dýri mikla athygli.
  4. Hundar hafa enga samvisku/fá ekki samviskubit – þó það megi oft líta út fyrir að svo sé.
  5. Hundar sjá í lit – ekki svarthvítu eins og hefur verið haldið fram.
  6. Hundar eru álíka jafn gáfaðir og 2 ára gamalt barn.
  7. Þeir hafa gott tímaskyn og geta gert greinarmun á 1 klt og 5 klt.

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search