skip to Main Content
Barnabækur

Barnabækur

Ég persónulega elska að lesa fyrir Amelíu á kvöldin áður en hún fer að sofa. Henni finnst það skemmtilegt og fylgist alltaf spennt með og skoðar svo myndirnar. Mér þykir þetta ein af þeim mest kózý stundum sem að við eigum saman.

Við erum í áskrift og fáum eina Disney bók í hverjum mánuði þar sem geisladiskur fylgir líka með. Þá getur hún haldið áfram að hlusta og skoðað myndirnar eftir að við höfum skoðað hana saman. Mæli með því að foreldrar skoði disney klúbbin – en disney bækurnar eru alltaf fallegar.

En ég hef keypt svolítið af bókum fyrir hana sjálf og allra uppáhalds bækurnar hennar eru um Láru & Ljónsa.

Ég keypti þessa rétt fyrir afmælið hennar Amelíu í fyrra og var hún lesin á hverju einasta kvöldi fram að afmælinu hennar. Bækurnar um Láru og Ljónsa eru svo fallega myndskreyttar og ná svo vel til barna – að mínu mati. Samband lítillar stelpu og ljónabangsa hennar á sér mikla tengingu við það sem börn upplifa. Ég held að mjög mörg börn eigi sér einn uppáhalds bangsa sem þau taka með sér hvert sem þau fara.

Amelía á einnig Lára fer til læknis, Lára fer á skíði & Jól með Láru og elskar hún þær allar. Það er svo aldrei að vita nema að hún eignist þær allar með tímanum.

Lestur fyrir börn er mjög mikilvægur og þeim finnst það yfirleitt svo skemmtilegt. Ég allavegana mæli með bæði Disney bókunum & Láru bókunum til að lesa fyrir svefninn.

Góðar stundir – Kveðja,

P.s. þessi færsla er ekki kostuð

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search