skip to Main Content
Hvað Leynist í Veskinu Mínu?

Hvað leynist í veskinu mínu?

Nú hafa Aníta & Stefanía leyft ykkur að skyggnast í veskin sín og þá er komið að mér. Það getur ýmislegt leynst þar ofan í og ég tala nú ekki um þegar ég er með 2-3 veski í umferð. Já ég er agaleg þegar kemur að því að nota veski…Það er svo oft þannig að maður vill koma öllu fyrir í veskinu. Jafnvel hluti sem að maður gæti allt eins skilið eftir heima. Fyrir utan þessa algengustu hluti sem flestir hafa í veskinu sínu þ.e. lykla, síma, peningaveski o.fl. er hægt að finna í mínu ;

  1. Koddaver ; útaf því að þú veist aldrei hvenær þú þarft að taka þér blund? eehm eða þannig … Tók það með mér á næturvakt einu sinni og þar hefur það legið síðan.
  2. Tissjú ; er einhvernveginn alltaf með alltof mikið tissjú í veskinu mínu. Það varð að vana eftir mjööög langan tíma sem ég var alltaf með kvef. Nú er það bara í veskinu :’D
  3. Tannbursta & Tannkrem ; Það er reyndar alveg mjög nytsamlegt, en ekkert sem að fólk myndi kannski almennt taka með sér svona í matarboð og þess háttar.
  4. Fuuuullt af plástrum ; hef ekki þurft að nota þá hingað til, en þeir eru þarna samt.
  5. Sprittkerti ; ég veit ekki einu sinni ástæðuna fyrir veru þess í veskinu mínu, svo að við látum það njóta vafans lengur þar ofaní.
  6. Teskeið ; já hún er hrein… Minnir að ég hafi kippt henni með einhverntíman þegar ég var á leið með Amelíu eitthvert. Möguleiki þegar hún var ennþá að borða skvísur og barnamauk? Það getur ekki verið svo flókið að ganga frá henni í hnífaparaskúffuna…. fer beint í málið ! ehm…
  7. Varasalva ; 2-3 varasalvar eru möst, veit ekkert jafn pirrandi og að vera að kálast úr varaþurrk og hafa engan varasalva með í för.
  8. Headphone ; Mesta snilld ef maður man að hlaða þau inn á milli … virka ekki ef þau eru batteríslaus, lofa !
  9. Aukabatterí í vape & Vape vökva ; mjööög sniðugt þegar maður er að hætta að reykja… 1 og hálfur mánuður næstum því whoop 😀
  10. Maskari & augabrúnalitur ; svona basic málingardót sem ég nota alltaf, gott að hafa það meðferðis ef maður skyldi sofa yfir sig … sem að er mjög líkt mér.

Ég vona að þið hafið haft gaman af að lesa hvað leynist í veskinu mínu, jafn gaman og mér fannst að grafa ofan í það og segja frá.

Hér með skora ég á samskrifara mína að ljóstra upp hvað er í þeirra veskjum. Mér þætti gaman að vita hvort fleiri séu með svona mikið af hlutum sem ekki eru nauðsynlegir!

Kveðja,

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search