skip to Main Content
Hvað Leynist í Veskinu Mínu?

Hvað leynist í veskinu mínu?

Eins og samskrifa mín hún Aníta benti á í seinustu viku koma ótrúlegustu hlutir upp úr veskinu hjá manni. Mér líður oft eins og ég sé með fjársjóð í mínu veski. Ástandið hefur orðið það slæmt að ég hef þurft tvö veski til að allt komist fyrir!
Ég er eins og flest aðrir með þetta hefðbundna í mínu veski þar að segja lykla, síma, debet/kreditkort og þess háttar. Ég er þó einnig með haug af dóti sem ég skil ekki tilganginn með. Hér eru 10 dæmi um það. 

Hvað leynist í veskinu mínu?

  1. Hárteygjur – já þær eru svo sannarlega í fleirtölu því ég er alltaf hrædd um að týna þeim. Ég veit án efa fátt leiðinlegra en að þurfa á einni slíkri að halda og finna enga.
  2.  Vinnustaðarskírteinið mitt – Það virðist ekki breyta neinu hvort ég er í fríi eða í vinnunni, er alltaf með þetta á mér!
  3. Plástrar – Ég er rosalega mikill hrakfallabálkur og er endalaust að slasa mig. Ég er því með oftast með mismunandi gerðir plástra í veskinu mínu. Hælsærisplástrar, almennirplástrar, litlir, stórir, heftiplástrar  bara nefndu það!
  4. Eins og Aníta er ég með milljón tyggjópakka! Þetta er næstum alltaf sama bragðið – það er bara svo freistandi að kaupa sér alltaf nýjan pakka út í búð! Ein mín versta martröð er að eiga ekki tyggjó!
  5. Varasalva – Ég fer ekki neitt án þess að vera með a.m.k. 1 ef ekki 2 í töskunni. Ómissandi hlutur sem maður þarf alltaf að eiga!
  6. Auka sokka – Setti þá í töskuna í vetur því ég þoldi ekkert minna en að mæta í vinnuna og vera blaut í fæturna. Nú er komið sumar og þetta vandamál er ekki til staðar lengur en sokkarnir eiga sinn stað!
  7. Hvolpasveitarfígúrur – Keypti helling af þessum fígúrum út í útlöndum fyrir jól handa einum litlum frænda. Nokkrar gleymdust í töskunni minni og eru þar enn. Þessar fígúrur hafa komið sér nokkuð vel þegar litlar manneskjur verða þreyttar eða pirraðar á að bíða í röð eða í löngum ferðalögum.
  8. Billjón kort – Ég er ein af þeim sem á fjandi erfitt með að segja nei. Ef ég fer í verslun og mér er boðið kort af einhverju tagi segi ég hiklaust já þó ég viti að ég eigi aldrei eftir að nota það. Þessi ávani verður til þess að það safnast upp haugur af kortum sem sjaldan eða aldrei eru notuð. Í veskinu mínu leynast kort frá Costco, BodyShop, Lindex, Sjúkratryggingunum, Serrano og jafnvel stöðum í útlöndum sem ég man ekki hvað heita.
  9. Pennar –  Þeir eru búnir að vera þarna síðan ég var í prófatörn á fyrsta árinu mínu í HA. Ég hef komist að því að þeir geta komið sér vel í alls konar tilfellum.
  10. Spjald fyrir lottótölur sem aldrei hefur verið notað til að búa til miða – einn daginn í vinnunni leiddist mér og ég byrjaði að krota inn á svona blað. Ég fyllti það út með lokuð augun og sá svo að ég var með réttan fjölda að tölum. Ég hef aldrei prófað að gera miða úr þessu – er að bíða eftir rétta augnablikinu en tími alls ekki að henda þessu.
Hér með skora ég á samskrifara mína að ljóstra upp hvað er í þeirra veskjum. Mér þætti gaman að vita hvort fleiri séu með svona mikið af hlutum sem ekki eru nauðsynlegir!

 

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir

21 árs gömul, búsett á Reyðarfirði. Er stúdent af félagsfræðibraut - félagsgreinarlínu úr FSu. Vinn á N1 á Reyðarfirði samhliða fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri en þar er ég að læra Fjölmiðlafræði. Helstu áhugamálin mín eru söngur, skrif, eldamennska og ljósmyndun.

Snapchat - stefaniahrund
Instagram: stefaniahrund97

Back To Top
×Close search
Search