skip to Main Content
Ljósanótt Mætt í Hús

Ljósanótt mætt í hús

Ljósanótt er mætt í Reykjanesbæ

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar er núna um helgina og hefur mér alltaf fundist þessi hátíð mjög skemmtileg. En kannski aðeins skemmtilegri eftir að ég eignaðist Amilíu Máney. Það sem verður ólíkt öðrum skiptum sem ég hef farið á Ljósanótt er að hún mætir bara heim til mín, þarf ekki að hafa neitt fyrir því að mæta á svæðið þar sem við keyptum okkur hús í fyrra í miðbæ Keflavíkur.

Dagskráin verður flott þetta árið og SEINASTA Sálarballið í Stapanum!
Ég mæli með að allir skoði dagskrá Ljósanætur á www.ljosanott.is og sjái hvort hver og einn finni ekki eitthvað við sitt hæfi.

Þeir sem hafa aldrei farið þá mæli ég með listasýningarrölti á fimmtudeginum. Bryggjuballinu á Föstudeginum og flugeldasýningu og tónleikum á Laugardeginum. Mesta dagskráin er þó á Laugardeginum og það þarf að velja og hafna hvað maður vill sjá/gera.

Ég ætla að kíkja á Ástu Laufey á snyrtistofuna Draumórar því þar verður afmælis og Ljósanætur fjör og verður sýnt á Live módelum hvernig bæði Dermatude og varanleg förðun bæði eyeliner og Microblade er gert.

Ég er svo heppin að fá að vera módel í microblade og er mjög spennt! Hér er hægt að sjá viðburðinn allir velkomnir sem hafa áhuga!
Hún Ásta sér alltaf vel um sína viðskiptavini og ætlar hún að vera með

30% afslátt á öllum meðferðum/gjafabréfum alla helgina! 

 

Back To Top
×Close search
Search