skip to Main Content
Öðruvísi Veskisfærsla

Öðruvísi veskisfærsla

Eins og hinar hér á vynir hef ég ákveðið að koma með færslu um hvað er í veskinu mínu.  Nema hvað þegar ég ætlaði að finna veskið þá fann ég það ekki, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki notað veski í um 3 ár. 

Þegar ég gekk með veski þá var ég með svart kögurveski úr h&m.  Í því var:

 1. Peningaveski
 2. Eitthvað af málingardóti
 3. Auka dömubindi og tappar.

Eftir að ég átti stelpuna mín fannst mér ég ALLTAF þurfa vera með ALLT sem maður „á“ að vera með í skiptitöskunni, ennþann dag í dag er ég með skiptitösku ef við erum að fara langt í lengri tíma.  Til að byrja með var ég einungi með :

 1.  Bleyjur
 2. blautklúta
 3. Skiptidýnu
 4. kartöflumjöl í boxi
 5. 2-3 tegundir af bossakremi
 6. auka föt. bæði á mig og stelpuna.

Þessa dagana er ég hins vegar ekki með alveg svona mikið í töskunni það er orðið:

 1. bleyjur 
 2. blautklútar 
 3. aukaföt á barnið

Vonandi fannst einhverjum gaman að lesa þetta. 

Árný Hlín Sigurðardóttir

Ég er 29 ára, á eina litla stelpu. Ég bý með kærastanum mínum og dóttir okkar í Vík. Ég er stúdent frá FÁ. Byrja að læra leikskólakennarann í HÍ í haust. Áhugamál: ferðast, lestur, matargerð, uppeldi.

Back To Top
×Close search
Search