skip to Main Content
Ágúst 2015

Ágúst 2015

Í ágúst 2015 var ég ný komin heim frá USA og var búin að vera tala við strák sem ég kynnist í gegnum sameiginlegan vin, vorum búin að hanga saman alltaf bara sem vinir.

En í ágúst bíður hann mér á stefnumót.  Mikið var ég spent.  Ég hafði mig til og málaði mig(þeir sem þekkja mig vita að það er mjög sjaldan sem ég geri það) fór í “fínni föt” og var þá tilbúin að fara með þér út að borða. 

Kvöldið gekk mjög vel og við borðuðum góðan mat, eftir matinn forum við heim til þín til að hleypa hundunum út að pissa, en þar sem foreldrar mínir voru ekki heima ákvað ég að ég vildi vera þar.  Þarna um kvöldið sváfum við saman í fyrsta skipti. Bæði samþykk og ekkert rugl.

Um morguninn vaknaði ég við að þú varst að putta mig! HVERNIG DETTUR NOKKRI MANNESKJU Í HUG AÐ PUTTA SOFANDI STELPU!  Ég var svo orðlaus og stjörf að ég gerði ekki neitt.  Ég “leyfði” honum að klára.  Hefði ég átt að stoppa hann? JÁ. Hvernig? Ekki hugmynd. Þarna lá ég í mínu eigin rúmmi með strák sem ég hafði þekkt í nokkra mánuði og bjóst ekki við því að nokkuð svona myndi gerast EN það gerðist fyrir mig. Hélt hann síðan áfram og nauðgaði mér? Já.  Sagði ég einhverjum frá?  Já ég hringdi í vinkonu mina sem kom eins fljótt og hún gat. Sem var án djóks svona 2 mín.

Svo á mánudeginum eftir að þetta gerðist hafði ég samband við stígamót til að aðstoða mig við að vinna úr þessu. 2 vikum síðar fékk ég tíma hjá yndilsegum manni sem hjálpaði mér mjög mikið að vinna úr tilfinninga hrærigrautnum sem ég var að upplifa.  Og alltaf var ég að ásaka sjálfa mig að hafa ekki rekið hann heim, ef ég hefði bara verið vakandi allan tímann, ef ég hefði, ef ég hefði, ef ég hefði….. SVO mikið af ef ég hefði spurningum.

Kærði ég? NEI. Af hverju ekki? Vegna þess að ég vildi ekki fara í gegnum þetta aftur og aftur og aftur, jafnvel uppskera ekkert. Hugsa ég ennþá til þessa manns? Já stundum.  Ætlaði hann að nauðga mér?? Ég hreinlega veit það ekki

Árný Hlín Sigurðardóttir

Ég er 29 ára, á eina litla stelpu. Ég bý með kærastanum mínum og dóttir okkar í Vík. Ég er stúdent frá FÁ. Byrja að læra leikskólakennarann í HÍ í haust. Áhugamál: ferðast, lestur, matargerð, uppeldi.

Back To Top
×Close search
Search