skip to Main Content
Kynlífsfíkn.

Kynlífsfíkn.

Kynlífsfíkn er raunverulegt vandamál í okkar samfélagi.
Það eru mikið fleiri en okkur dettur í hug að glíma við þessa fíkn.

Kynlífsfíkn kemur oft upp á kynþroska aldrinum.

Ungir krakkar finna hjá sér þessa fíkn og fara þá að leitast í að horfa á klám.

Þörfin fyrir að horfa á klám verður það gríðarleg að það getur truflað skóla og þess háttar.

Safn á klámi á sér stað og þörfin til að horfa á það hamlar manneskjunni.

Þetta klám áhorf sem á sér stað brenglar alla ímynd á raunverulegu kynlífi þegar unglingurinn fer að stunda það.

Þegar fólk með þessa fíkn byrjar í samböndum er óvíst hvað mun gerast.

Þeir sem ráða við fíknina munu líklega ráða við samband.
Þeir sem gera það ekki ráða alls ekki við að vera skuldbundnir.

Þá mun óheiðarleiki, þörf til að vera með öðrum og prófa eitthvað nýtt og svik ráða ferðinni.

Þetta er eins og hver önnur fíkn nú orðið.
Einn þekktasti söngvari allra tíma, Freddie Mercury glímdi við þessa fíkn.
Fordómarnir eiga sér samt sem áður stað.
Eins og með alla fíkn í okkar samfélagi.
Mig langar að benda öllum sem grunar að þeir glími við þessa fíkn á síðuna http://slaa.is
Þar stendur meðal annars;

1. Fráhald. Fúsleiki okkar á hverjum degi til að hætta að ástunda botnhegðun okkar.
2. Trúnaðarmennska / fundir. Geta okkar til að leita eftir stuðningi félaga í SLAA.
3. Reynslusporin. Ástundun okkar á tólf spora bataleiðinni til að ná heilbrigði á kynferðis- og tilfinningasviðinu.
4. Þjónusta. Endurgjöf okkar til SLAA-samfélagsins fyrir allt sem við höfum fengið.
5. Andlegt líferni. Þróun sambands okkar við Mátt æðri okkur sjálfum sem getur leiðbeint og haldið okkur í bata.

Það geta allir náð bata eða meðhöndlað sína fíkn.

Hættum með fordóma.

Aníta Rún Harðardóttir

Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

Back To Top
×Close search
Search