skip to Main Content
Páskahefðir.

Páskahefðir.

Ég elska páskana. Enda ekki annað hægt, það er allt vaðandi í súkkulaði!

Nú eru krakkarnir mínir eru farnir að hafa vit á páskunum og ég er í skýjunum yfir því.

Páskarnir mega samt ekki bara snúast um súkkulaði át. Í mínum augum er þetta fjölskyldu frí. Lifa og njóta þess að vera saman.

Ég ákvað að bregða verulega útaf vananum þetta árið og vera frekar frumleg. Ég ákvað að gera páskakörfu og fela hana í staðinn fyrir að fela eingöngu páskaegg.

Ég hugsaði með mér að með þessum hætti hefðu krakkarnir nóg að gera í fríinu.

Í körfunni er ég með:

 • Litabók
 • Liti
 • Páskaegg nr3
 • 2x bolir
 • 1x sumar skór
 • Krítar
 • Málingardót
 • Baðbombur

Það er svo ofboðslega margt hægt að setja í svona körfu – hér koma hugmyndir:

 • Vatnsbrúsi
 • Litabók
 • Litir
 • Sokkar
 • Tuskudýr
 • Bað dót
 • Sápukúlur
 • Krítar
 • Sólgleraugu
 • Slím
 • Límmiðar
 • Blöðrur
 • Púsl

Ég vona að þið njótið góðs af þessum hugmyndum og óska ykkur gleðilegra páska!

Aníta Rún Harðardóttir

Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

Back To Top
×Close search
Search