skip to Main Content
Stelpu Og Stráka Litir.

Stelpu og stráka litir.

Ég hef aldrei verið mikið í því að kyngera nokkurn skapaðan hlut.
Það fer jafnvel stundum í taugarnar á mér þegar aðrir gera það.

Börnin mín klæðast öllum litum.
Þau fá að klæðast því sem þeim finnst fallegt.

Í morgun bað ég þau um að sækja skóna sína og úlpuna.
Sonur minn kom til baka með kulda skóna sína og regnkápu sem systir hans á. Ég sagði strax við hann að hann ætti ekki þessa úlpu, hann ætti að sækja sína, en hann gaf sig ekki.
Þar sem þessi regnkápa er orðin of lítil á Bríeti setti ég hann bara í hana.
Hann varð svo kátur. Honum fannst hann svo flottur.
Gleðin skein af honum, og á sama tíma mér því mér fannst þetta svo dásamlegt augnablik.

Áður hafði hann komið með pils af systir sinni, rétt mér það og ætlaðist til að ég klæddi hann í það.
Sem og ég bara gerði.
Honum fannst hann dásamlegur í þessu pilsi. Og mér ekki síður.

Ég skil ekki af hverju strákar mega ekki vera í bleiku án þess að það sé sett út á það. Og öfugt – stelpur í bláu.

Bleikur er ekki bara stelpu litur.
Blár er ekki bara stráka litur.
Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir.
Þetta eru bara litir.
Þeir ganga jafnt yfir bæði kynin.

Aníta Rún Harðardóttir

Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

Back To Top
×Close search
Search