skip to Main Content
Það Sem ég Hefði Viljað Vita áður En ég Varð ólétt/móðir

Það sem ég hefði viljað vita áður en ég varð ólétt/móðir

Ég hefði viljað vita hvað þetta yrði krefjandi, skemmtilegt og í senn ótrúlega erfitt.

Ég hefði viljað vita að grindin yrði lengi að ganga saman. 

Ég hefði viljað vita að brjósagjöf gengur ekki alltaf upp eins og maður sér hana fyrir sér.  Það er ekki ÞÉR að kenna.

Ég hefði viljað vita að ekki er allt svífandi í bleiku skýi.

Ég hefði viljað vita að það væri í lagi að líða illa þó svo að ég var að eignast barn.

Ég hefði viljað vita að það er ekki nauðsynlegt að eiga ALLT, það má fá lánað.

Ég hefði viljað vita að það er til eitthvað sem heitir OF mikið af hlutum. Fötum, leikföngum.

Árný Hlín Sigurðardóttir

Ég er 29 ára, á eina litla stelpu. Ég bý með kærastanum mínum og dóttir okkar í Vík. Ég er stúdent frá FÁ. Byrja að læra leikskólakennarann í HÍ í haust. Áhugamál: ferðast, lestur, matargerð, uppeldi.

Back To Top
×Close search
Search