skip to Main Content
DIY Andlitsmaskar

DIY andlitsmaskar

Er kominn tími á dekur?

Nú er veturkonungur farin að banka uppá eftir þetta „dásamlega“ sumar og komin tími þar sem húðin fer að verða þurr og leiðinleg þá er besti tíminn til að gera vel við sig kveikja á kertum og setja á sig maska.
En hvað ef þú átt ekki til maska og nennir ekki út í búð?
ég er með lausnina,
heimagerðir andlitsmaskar!

Undirbúningur húðar
áður en þú ætlar svo að skella þér í það að setja á þig maska þá verðuru að undirbúa húðina til þess að húðin taki sem best við maskanum, því annars geturu alveg eins sleppt þessu.

1. hreinsa húðina (hreinsimjólk/ froða) 
2. skrúbba húðina
3. Tóner/andlitsvatn

Fyrir þura húð
Maski 1
1/2 Avacado(stappa vel eða setja í blender)
2 tsk. Hunang
1/2 tsk. Kókosolía

Maski 2
1-2 bitar af banana
1 tsk. Hunang
1 tsk. Ólívuolía

Maski 3
2 tsk. Púðursykur
1-2 tsk Ólívuolía

Maski 4
1 tsk. Aloe vera
2 sneiðar agúrka (stappa vel eða í blender)

aðferð: Hrærið hráefnum saman í skál ath betra að hafa aðeins of mikið heldur en of lítið. smyrjið á ykkur með pensli eða hreinum höndum. 
látið maskann vera á í 10-15 mín. 
skolið af með vatni, þvottapoka, farið yfir andlit með bómullarskífum  með toner/andlitsvatni í og setjið svo á ykkur gott andlitskrem sem henntar ykkar húð og… Voila! 

Um að gera að skoða líka bara hvað er til í skápunum og googla það hvað það gerir fyrir húðina 🙂
flest matvæli er hægt að nýta í andlitsmaska, mér finnst þetta alveg geggjað og nýti oft matvæli sem ég kemst ekki yfir að borða áður en það verður ónýtt í andlitsmaska. 

Happy blending

 

 

 

 

Back To Top
×Close search
Search