skip to Main Content
Innivera

Innivera

Einstaka sinnum þá verða börnin veik.  Sum eiga það til að verða einstaklega pirruð þegar þau þurfa að vera mikið inni.  Fyrir ekki svo löngu þá var mín veik og pirruð á þessari blessuðu inniveru.  

Ég var búin að finna „slím“ til að prófa gera.  3 innihaldsefni, karftöflumjöl, vatn og matarlitur.

Hlutföllin:

  • 1 og hálfur bolli kartöflumjöl
  • hálfur bolli vatn
  • matarlitur
Barnið vildi alla litina

Stelpan mín vildi alla litina sem við áttum sem gerði það að verkum að slímið var ógeðslegt á litinn en hún skemmti sér konunglega og ég líka, bara að fá að gera eitthvað öðruvísi.

Góða Skemmtun

Árný Hlín Sigurðardóttir

Ég er 29 ára, á eina litla stelpu. Ég bý með kærastanum mínum og dóttir okkar í Vík. Ég er stúdent frá FÁ. Byrja að læra leikskólakennarann í HÍ í haust. Áhugamál: ferðast, lestur, matargerð, uppeldi.

Back To Top
×Close search
Search