skip to Main Content
Jól & áramót á Alicante

Jól & áramót á Alicante

Þetta árið ætlum við að eyða jólum og áramótum á Alicante. Mér langaði þessvegna til að skrifa aðeins um jóla og áramóta hefðir hérna á spáni. Það getur verið áhugavert að fræðast um mismunandi siði og hefðir þegar kemur að hátíðum.

Þann 24 desember fara spánverjar í einhversskonar miðnætur messu ‘La Misa Del Gallo’ eða ‘The mass of the Rooster“. Vegna þess að þeir trúa að nóttina sem að jesú fæddist átti hani að hafa gefið frá sér hávært væl. Aðfangadagur eins og við þekkjum hann kallast Nochebuena hér á spáni og er haldið þann 24 desember.

28 desember er ‘Día de los santos inocentes’ eða ‘The Day of the Innocent Saints’ sem hægt er að bera saman við 1 apríl hér heima á Íslandi. Þar sem að fólk, fjölmiðlar og aðrir reyna að plata aðra í að trúa allskyns sögum sem að ekki eru sannar.

Gamlárskvöld á spáni er kallað ‘Nochevieja’ eða ‘The old night’ og ein sérstök hefð á spáni er að borða 12 vínber á 12 slögum klukkunnar á miðnætti. Þar sem að hvert vínber stendur fyrir hvern mánuð komandi árs. Svo ef að þú borðar öll vínberin að þá færir það þér heppni á því ári.

Einhver dagskrá og flugeldar eru þó oft á gamlárskvöld og er einhver dagskrá á ströndinni sem hótelið okkar er rétt hjá.

Aðal hátíð spánverja er þó haldin 6 janúar og er kallað ‘Epiphany’  eða ‘The festival of the three magic kings’. Börin trúa því að konungarnir komi með gjafir handa þeim um morguninn þennan dag og senda þeim bréf til þess að óska eftir gjöfum. Þannig að á kvöldi 5 janúar setja börnin skóin út í glugga, út á svalir eða undir jólatréð með góðri von um gjafir daginn eftir. Börnin skilja eftir gjafir fyrir konungana sem oftast eru glas af koníaki fyrir hvern þeirra, ávöxt sem að nefnist satsuma og valhnetur. Stundum skilja börnin jafnvel eftir fötu af vatni fyrir cameldýrin sem að bera konungana til þeirra. Og ef að börnin hafa hagað sér illa, setja þeir kol búinn til úr sykri í skóinn.

Stærri borgir á spáni hafa skrúðgöngur þar sem að konungarnir þrír koma fyrir og stundum eru alvöru camel dýr í göngunni.

Mjög áhugavert að upplifa aðra menningu yfir jólin og komast í burtu frá jólastressinu heima. En það jafnast þó ekkert á við íslensk jól 🙂

Kveðja,

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search