skip to Main Content
Segulmaskinn Frá Seacret

Segulmaskinn frá Seacret

Í Gallery Baltica mallinu í Gdansk – póllandi er verið að selja vörur frá seacret. Ásamt mörgum öðrum stöðum í heiminum sem að selja vörurnar.

Seacret framleiða snyrtivörurnar sinar í Israel, með allra nýjustu tækninni. Vörurnar þeirra eru unnar upp úr fornri, sem sumir vilja meina að sé dularfull leðja, sölt og steinefni sem að finnast eingöngu á einum stað á jörðinni, í dauða hafinu. Í þessari færslu langar mig til þess að skrifa um Segul maskan þeirra, en þeir eru með fleirri en eina gerð af maska. Hvaða maska þú velur þér fer eftir húðtegund og aldri. Ég skrifa um þann maska sem hentar mér, en það er maski sem hentar fólki undir 30 ára aldri.

Maskin kemur í fallegri silvurlitaðri öskju, í henni er maskinn sjálfur og undir honum er einhversskonar skeið til þess að bera maskan á andlitið og segullinn til þess að fjarlægja maskan af andlitinu eftir á.

Ráðlagt er að nota maskan ekki oftar en 1 sinni í viku, og setja á þykkt lag af maskanum á allt andlitið.

 

Þegar þú ert búin að bera maskan á allt andlitið að þá lætur þú hann bíða á húðinni í sirka 3-5 mínútur. Að því loknu tekur þú segulinn sem fylgir með og vefur þunnt lag af pappír yfir segulinn. Nóg er að leggja segulinn upp að húðinni, það þarf ekki að snerta húðina eða nudda maskan af. Segullinn sér til þess að draga maskan að sér og pappírinn sem settur var utanum tekur við honum.

 

Eftir að maskinn hefur verið fjarlægður er húðin olíukennd, þá er mælst til þess að maður nuddi því laust inn í húðina. Svo er rosalega gott að nota rakakrem eftir á.

Einn svona maski á að duga þér fyrir heilt ár, sé hann notaður reglulega einu sinni í viku.

Maskinn hentar öllum húðtegundum, frá því að vera með venjulega eða þurra húð, upp í að vera með feita, olíumikla húð.
– Svo mæli ég með því að þið lesendur, kynnið ykkur maskan enn betur hér 

 

Þessi færsla er ekki kostuð – Kveðja,

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search