skip to Main Content
Topp 5 – Snyrtivörur

Topp 5 – Snyrtivörur

Ég hef rosalega gaman af snyrtivörum og „make-up’i“ en hef enga menntun í því nema það sem ég hef horft á á Youtube og á Snapchat eins og svo margir aðrir. Og þá finnst mér rosalega gaman að skoða hvað aðrir eru að nota og lofsyngja. Ætla þess vegna að deila með ykkur mínum 5 uppáhalds vörum þessa dagana og hvað mér finnst alveg nauðsynlegt í mína snyrtibuddu.

Nr. 1 – Gott rakakrem

Gott andlitskrem ætti í rauninni að vera númer 1, 2 og 3 að mínu mati. Farði verður aldrei eins fallegur og hann getur orðið ef að húðin er ekki í góðu standi. Ég byrjaði að nota Ultra Repair Cream frá First Aid Beauty fyrir tæpu ári síðan og ég get ekki mælt nóg með þessu kremi. Ég er mjög gjörn á að fá þurrkubletti á andlitið og þetta krem hjálpar mér rosalega með það. Það má líka nota það á líkaman og ég hef notað þetta á olnboga og hnén um veturinn þegar frostið er að þurrka húðina. First Aid Beauty vörurnar er hægt að kaupa á Fotia.is eða í Sephora ef að þið eruð að fara út.

Nr. 2 – Augabrúnalitur

Ég er augabrúnasjúk og skammast mín ekkert fyrir það! Finnst ég varla vera mönnum hæf ef að ég er ekki búin að teikna á mig augabrúnir. Ég hef tekið mikla ástfestu á Shady Slim blýöntunum frá L.A. Girl, litirnir eru góðir og mjúkir og greiðan á hinum endanum einstaklega góð og ekki skemmir það fyrir hvað þeir eru ódýrir en ég kaupi mér alltaf þrjú stykki þegar ég geri mér ferð að kaupa og fer svo að kaupa fleiri þegar ég er að opna síðasta. Sagði að ég væri sjúk. Blýantana er líka hægt að kaupa á Fotia.is.

Nr. 3 – Augabrúnagel

Já Já, ég veit, sjúk. En til þess að klára augabrúna „look’ið“ mitt þá verð ég að nota gel. Ég vil greiða þær örlítið upp og hafa þær „úfnar“. Ég kýs að hafa gelið glært þar sem ég er svo mikil brussa að mér myndi takast að klýna þessu yfir hálft ennið á mér ef ég væri með lit í því. Það sem ég er að nota þessa dagana heitir Brow Drama og er frá Maybelline, keypt í Hagkaup (elskum TaxFree dagana þar).

Nr. 4 – Hyljari

Ókey, ég er mamma og því fylgja oft mismiklar baugar og þess vegna finnst mér nauðsynlegt að eiga góðann hyljara fyrir þá daga sem maður vill ekki fá ýtrekað spurninguna: „Ertu lasin?“ Ekki spurning sem maður vill fá á deginum sem barnið ákvað að fara á fætur klukkan 04:53. En hyljarinn sem að ég er búin að nota í meira en ár er Naked Skin frá Urban Decay. Hann er svo sannarlega ekki sá ódýrasti á markaðnum í dag en sá allra besti sem ég hef komist í kynni við. Það er mjög góð þekja í honum og hann safnast ekki í línum á andlitinu. Svo er líka hægt að fá hann í svo ljósum lit sem er frábært fyrir okkur sem erum álíka jafn tönuð og Casper the Ghost. Hyljarinn fæst auðvitað í Urban Decay í Hagkaup, Smáralind og einnig í Sephora.

Nr. 5 – Andlitshreinsir

Og auðvitað þurfum við eitthvað til þess að þrífa þessar augabrúnir í burtu í lok dags. Ég gjörsamlega dýrka og dái þennan hreinsi frá Pixi, Double Cleanse. Eins og nafnið gefur kannski til kynna inniheldur hann tvær tegundir af hreinsiefnum. Öðru megin er olíu hreinsir og krem hinu megin. Það að þrífa af sér Liquid Lipstick hefur aldrei verið jafn auðvelt! Hreinsarnir eru líka mjög mildir og hafa allvega ekki böggað mína viðkvæmu húð. Hægt er að versla hreinsirinn á Pixibeauty.co.uk, þau senda út um allan heim.

Og hérna hafið þið það, mínar 5 „must have“ snyrtivörur.

Instagram : lobbster

P.S. Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi við neitt af þessum fyrirtækjum.

Kveðja,

Laufey Inga

Ég er 25 ára og á einn yndislegann, lítill strák og frábæran unnusta. Við búum í Vogunum. Ég vinn í eldhúsi hjá veisluþjónustu í Reykjavík og hef mikinn áhuga á eldamennsku. Önnur áhugamál eru ljósmyndun, snyrtivörur, innanhúss arkitektúr og nánast allt sem við kemur list á einhvern hátt.

Back To Top
×Close search
Search