skip to Main Content
8 Uppáhalds Staðirnir/hlutirnir Mínir á Mínu Heimili – Katrín Helga

8 uppáhalds staðirnir/hlutirnir mínir á mínu heimili – Katrín Helga

Mér þykir ótrúlega gaman að gera heimilið mitt fallegt – algjörlega með mínum stíl

Jafnvel þó að maður fylgi straumnum að einhverju leyti að þá er heimilið mitt, eftir mínu höfði. Ég vil hafa ljósari hluti og snyrtilegt í kringum mig þó að ég sé kannski ekki beint mikil þrif manneskja. En ég fúnkera best þar sem regla er á hlutunum, ekki miskilja mig samt – það er oft drasl hérna enda ein 3 ára á heimilinu. Það er nær ómögulegt að fylgja henni eftir öllum stundum og fær hún alveg sitt svigrúm til þess að vera 3 ára.

Mig langaði til þess að setja hér myndir af 8 uppáhalds stöðunum mínum / hlutunum mínum á mínu heimili.

Omaggio vasan keypti ég á útsölu og rósirnar eru af aliexpress. Pyropet kertið fékk ég í afmælisgjöf.

Hér er uppáhalds húsgagnið mitt – Ég málaði borðin hvít og filmaði yfir flísarnar með marmara filmu. Mjög skemmtilegt verkefni og er hæst ánægð með borðin.

Standin undir plöntuna fékk ég í afmælisgjöf – hann er úr Sjafnarblómum. Plöntuna í Ikea & luktirnar í rúmfatalagernum á afslætti.

Ákvað að gera myndavegg – myndirnar eru hengdar upp af handahófi, því er aldrei jafnt bil á milli þeirra – algjörlega minn stíll. Rammarnir kosta 150kr stk í ikea.

Bækur eftir Yrsu fá að vera uppivið í stofunni

Keypti þessa hillu í rúmfatalagernum og kemur hún skemmtilega út á þeim stað sem hún er á.

Er með tvo dekkri veggi í stofunni & ég málaði spegilinn í sömu lit og borðin.

Múmín bollarnir mínir – á orðið mjög flott safn og ég dýrka þá.

En mér þykir annars mjög gaman að dunda mér hérna heima, og málaði ég á vegginn inn í herberginu hennar Amelíu þegar að við fluttum inn. Ég geri sennilega seinna færslu um herbergið hennar. Ég lakkaði 20 ára gamalt rúm sem að pabbi hennar svaf í hvítt og langar til þess að sýna ykkur það.

Við erum búin að búa hér núna í tvö ár og hef ég verið að gera þetta jafnóðum. Það þarf alls ekki að vera dýrt að hafa fallegt hjá sér, en svo hef ég fengið mikið af dótinu mínu í afmælis/jólagjöf líka.

Ég vona að þið hafið haft gaman af að sjá – ég hef allavegana mjög gaman af að deila þessu með ykkur.

Kveðja,

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search