skip to Main Content
Að Hreinsa Til í Kringum Sig – Gestablogg

Að hreinsa til í kringum sig – Gestablogg

Ég hef verið að horfa á ótrúlega skemmtilega þætti á netflix sem ég mæli innilega með sem heita Tyding up og Consumed.

Ég er mjög hrifin af því að horfa á þætti á youtube um skipulag, decluttering og clean out verkefnum.

Ég elska sjálf að hafa fallegt og snyrtilegt í kringum mig og ákvað því að taka herbergið mitt í gegn, þar sem að ég bý heima þá er ég með litla aðstöðu og því tilvalið að losa sig við hluti á meðan ég bý heima.

Ég byrjaði á því að tæma allar skúffur, skápa, fataskápinn og tók allt af veggjunum (myndaramma þá og þessháttar) og lagði allt á rúmið mitt. Það tók allt rúmið og samt kom ég ekki öllu fyrir þar. Ég fór í gegnum einn hlut í einu, tók upp hlutinn og hugsaði hvort þessi hlutur vekur hjá mér gleði eða hvort hann liggi bara inní fataskáp og sé aldrei notaður eða á stað sem hann nýtur sín.

Hér má sjá hluta af því sem Alda tók frá í þessu ferli

Ég var nýlega búin að taka öll fötin í gegn svo ég hafði ekki mikið að fötum að losa mig við, en ég losaði mig við heilan helling af óþarfa drasli. Teikningum, dagbókum, ljósmyndum, dvd myndum og áfram mætti telja, sumt var gefið og sumt selt.

Ég er rosalega spennt fyrir að lifa minimalísku lífi, þar sem ég á ekki of mikið af hlutum og held í það sem hefur góð áhrif á mína líðan. Ég held bara í bækur sem ég les og ég reyni að hafa ekki of mikið á hillum.

Núna erum ég og mamma að taka þátt í 30 daga áskorun, þar sem þú losar þig við einn hlut fyrsta daginn, tvo næsta o.s.frv. Yfir alla dagana verða þetta hátt í 500 hlutir sem fara af heimilinu, ég mæli mikið með að kynna ykkur þessa áskorun á youtube. Þetta gildir ekki bara um föt og dót, þetta gildir líka um teikningar, ljósmyndir, smáhluti og margt fleira. Ég er á degi 2 en mamma á degi 1 og erum við mjög spenntar fyrir þessari áskorun.

Auðvitað hentar ekki öllum að hafa lítið í kringum sig, en þetta snýst ekki um að losa sig við hluti sem þú elskar eða notar. Þegar fólk gengur inn í herbergið mitt þá er ég með allskyns hluti en ekkert af þessu gegnir engu hlutverki fyrir mig, allar bækur eru lesnar og allar dvd myndir eru horfðar á reglulega.

– Alda Björk

Back To Top
×Close search
Search