skip to Main Content
Þrif Ráð Sem ég Vildi óska Að ég Hafi Vitað Fyrr.

Þrif ráð sem ég vildi óska að ég hafi vitað fyrr.

Ég er manneskja sem líður vel þegar það er hreint í kringum mig. Ég er einnig manneskja sem þarf að vera í sérstöku skapi til þess að þrífa. 

Hér eru nokkur góð ráð til að þrífa heimilið og halda því hreinu.

Hér eru nokkur ráð:

 1. Gera eitt herbergi í einu. – Þegar ég þríf þá byrja ég vanalegast í herbergjunum og vinn mig að eldhúsinu.
 2. Nota Edikblöndu – Með edikblöndu þá ertu ekki að nota eiturefni, þú getur keypt edikblöndu í bónus eða búið hana til. (1 part vatn og 1 part edik) Það er fullkomið ef þú hefur börn á heimilinu.
 3. Byrja efst og vinna sig niður – Þetta er eitt af algengustu mistökunum sem fólk gerir þegar það er að þrífa. Ef þú byrjar efst þá þarftu ekki að þurka, ryksuga eða sópa tvisvar. Með þessari aðferð ertu fyrst og fremst að passa upp á því að þú náir öllu.
 4. Nota rykmoppu – Að nota rykmoppu í staðinn fyrir kúst þá ertu ekki að dreyfa sýklum um allt gólf.
 5. Hafa þrif sokka – Ég veit að þetta hljómar rosa skrítið en já þrif sokka. Ég er alltaf í sömu sokkunum þegar ég þríf, svo þegar ég er búin þá skipti ég um sokka svo ég sé ekki að labba um í skítugum sokkum eftir að ég skúra.
 6. Nota 3 tuskur – Þú villt nota hverja tusku fyrir einstakt svæði. Eina fyrir eldhúsið, eina fyrir baðherbergið og eina fyrir stofuna og svefnherbergin.
 7. Bíða í 3-5 mínútur – Þetta er einnig eitt af algengustu mistökunum sem fólk gerir. Þegar þú spreyjar einhverju efni, sama hvaða efni það er, bíddu í 3-5 mínútur til að leyfa því að virka, sérstaklega ef það er sótthreinsisefni. Þá verður það auðveldara að þrífa og sótthreinsa yfirborðið.
 8. Notið glerhreinsi á vaska – Ef þú notar glerhreinsi á blöndunartækin á vöskunum þínum glasa þeir eins og nýir.
Getur keypt þessa blöndu í bónus.

Hér eru nokkrar leiðir til að halda heimilinu hreinu alla daga.

 1. Gera eitt herbergi á hverjum degi – Ef þú ert upptekin manneskja og langar að eiga helgarnar til að slaka á, þá er þessi aðferð góð fyrir þig.
 2. Gera verkefnatöflu – Ef þú ert með aðra á heimilinu er þetta góð leið til að fá alla til þess að gera sinn part á heimilinu.
 3. Illu er best aflokið – Ef þú gegnur frá eftir hvern dag áður en þú slappar af þá þarftu ekki að gera það rétt áður en þú ferð að sofa.
 4. Nýta ferðina – Ef þú ert á leiðinni inn í eldhús, taktu með glasið sem er inní herbergi, ef þú ert á leiðinni út farðu með ruslið í leiðinni.
 5. Nýta tímann – Áttu auka 5 mínútur áður en þú ferð, settu í uppþvottavélina eða þvottavélina.
 6. Gerðu leiðinlegu verkin skemmtileg – Eins og t.d. að brjóta saman þvott, horfðu á þætti á meðan. Skúra/ryksuga, settu tónlist á og komdu þér í gírinn.
 7. Klukkutími – Ætlaðu þér klukkutíma á dag í heimilisverk.

Helga Rut

Ég er 22 ára gömul, á tvær litlar stelpur og bý í Njarðvík. Ég hef áhuga á tónlist, förðun, bakstri og mest af öllu börnunum mínum!

Back To Top
×Close search
Search