skip to Main Content
Umhverfisvænni Vörur

Umhverfisvænni vörur

Með tilkomu Tropic.is hefur sjaldan verið jafn auðvelt að nálgast vandaðar umhverfisvænar vörur. Netverslanir eru vinsælar í dag. Þær gera fólki kleypt að geta verslað það sem það vill á hvaða tíma sem er. Lengst er biðin eftir að fá síðan vörurnar afhentar með pósti, en yfirleitt er það þess virði að bíða.

Þessa kókoshnetuskál & skeið fékk ég að gjöf, en kostar hún aðeins 1.890kr hjá tropic.is og skeiðin aðeins 400 kr (þessa mynd tók ég sjálf).

Fyrir utan það hvað skálin er einstaklega falleg að þá er hún 100% framleidd af náttúrunni og handunnin úr ekta tropical kókoshnetu. Þar sem skálarnar eru unnar 100% af náttúrunni er hver og ein skál með sína eigin lögun og lit.

Það er auðvelt að þrífa skálarnar þó að það megi ekki þvo þær í uppþvottarvél né setja í örbylgjuofn. Mér finnst góð regla að skola skálina strax eftir notkun og því er það aldrei neitt mál.

Skálarnar finnst mér snilld fyrir ‘Smoothie’. 

Hentug stærð fyrir morgunmatinn, súpur eða hvað sem þú villt (þessa mynd tók ég sjálf).

Ég fæ mér yfirleitt smoothie á morgnanna sem er virkilega gott fyrir meltinguna. Stærðin á skálinni er fullkomin fyrir morgunmatinn og nota ég hana einna helst fyrir hann.

Tropic.is selur á meðal kókoshnetuskálanna – bambus tannbursta, bambus eyrnapinna, stálrör ásamt allskyns ofurfæðu o.fl. En ég mæli með að skoða inná heimasíðunni þeirra hér fyrir frekari upplýsingar.

Með rörunum fylgir bursti til þess að þrífa innan í rörunum. (þessa mynd tók ég sjálf).

Þó að þessi færsla sé að hluta unnin í samstarfi, þá þykir mér endalaust gaman að skoða úrvalið þeirra. Ég hef líka keypt mér sjálf vörur frá þeim og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum.

Ég gerði meira að segja verkefni um fyrirtækið í vor fyrir skólan svo mikið er ég hrifin af starfssemi þess.

Kveðja,

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search