skip to Main Content
Í Dag Fokkaði ég Upp – Atvinnuviðtalið

Í dag fokkaði ég upp – Atvinnuviðtalið

Ég hélt í hendina á honum í vandræðanlega langan tíma …

Ég er mjög félagslega vandræðanleg þegar að það kemur að samskiptum við hitt kynið.

Í dag fokkaði ég upp þegar að ég fór í atvinnuviðtal hjá ónefndu fyrirtæki og þar tekur á móti mér frekar myndarlegur maður. Ég hugsaði með mér á því augnabliki „ok plís, ekki segja neitt heimskulegt eða vandræðanlegt, reyndu að bara að vera venjuleg“. Svo byrjar viðtalið og maðurinn spyr mig fullt af spurningum og allt gengur alveg ágætlega. Þar til hann fer að spyrja mig út í áhugamál og ég svara bara ; “ Æj þú veist bara þetta týpíska venjulega, fjallgöngur og svoleiðis“. En ég get líka sagt ykkur það að ég hef aldrei áður farið í fjallgöngu.. og hann horfir á mig mjög efins og spyr mig hvort að það sé alveg rétt.

Viðtalið heldur áfram og hann spyr mig ; „Stundarðu líkamsrækt?“ og í staðinn fyrir að segja bara nei.. Þá halla ég mér fram á borðið og spyr með mjög svo asnaleg rödd „Finnst þér ég vera með líkamsræktarlíkama?“ og hann horfir á mig enn vandræðalegri en fyrr og segir við mig að já eða nei hefði dugað.

Áfram heldur viðtalið með nokkrum klaufalegum uppákomum í viðbót, en loksins tekur það enda. Við stöndum upp og tökumst í hendur og hann segir við mig að hann muni hafa samband við mig aftur eftir nokkra daga til þess að boða mig í annað viðtal.

Í staðinn fyrir að þakka fyrir mig og fara eins og venjulegt fólk myndi gera. Þá stend ég þarna eins og einhver fáviti haldandi enn þá í hendina á aumingjans manninum sem var farið að líða sjáanlega mjög asnalega. Ég bara stóð þarna í dágóðan tíma og stari á hann þangað til allt í einu gubbast upp úr mér ;

„Hérna… ætlaru nokkuð að kyssa mig ?“ 

Það þarf því varla að fylgja sögunni að í næsta viðtali var hann ekki viðstaddur heldur einhver eldri kona.

Ef að þú átt vandræðanlega/skemmtilega sögu sem að þú villt senda á okkur. Endilega sendu þá á vynir@vynir.is eða finndu okkur á Facebook og það er aldrei að vita nema að þín saga birtist hér.
Back To Top
×Close search
Search