skip to Main Content
Í Dag Fokkaði ég Upp – Hjólabrettið

Í dag fokkaði ég upp – Hjólabrettið

Ég er búinn að vera með hrikalegt „crush“ á stelpu frá því ég kynntist henni í grunnskóla, við skulum kalla hana Jóhönnu þar sem ég ætla ekki að nafngreina hana. Þetta gerist þegar að ég er sirka 23 ára og er mikið á hjólabretti, þetta gerist í kringum 2005.

Ég og félagar mínir vorum í hjarta hafnarfjarðar hjá Súfistanum á hjólabretti að æfa okkur eitthvað hjá gangstéttinni, gera einhver svaka trikk þegar ég sé hana Jóhönnu hinum meginn við götuna. Félagar mínir mana mig upp í að sýna mig eitthvað til að heilla hana með því að gera „ollie“ (Stökkva) eins hátt og ég gat á brettinu framhjá henni.

(Núna þegar ég hugsa útí þetta þá voru þeir örugglega að vonast til þess að ég myndi gera eitthvað heimskulegt
eins og að detta)

Þið giskuðuð rétt, það er nákvæmlega það sem gerðist. Nema það að ég dett svona hrikalega á andlitið akkúrat við hliðina á henni, og alveg þvílíkt harkalega.

Það tekur mig smástund að standa upp, en þegar hún Jóhanna lítur framan í mig þá er víst ekkert sérlega falleg sjón að sjá mig. Það rann niður þvílíkt magn af blóði úr nefinu á mér og var það líka brotið. Ekki nóg með það þá tókst mér líka að brjóta tvær framtennur úr mér, og ég í þvílíku adrenalín sjokki hleyp ég í burtu og enda með því að fara uppá slysó með móður minni.

Ég heillaði allavegana ekki Jóhönnu með þessu hjólabretta stuði en hún varð þó allavegana mjög góð vinkona mín eftir þetta allt saman.

Ég ætlaði mér aldrei að segja þessa sögu en þar sem þetta er nú nafnlaust og vinir mínir nefna þetta við hvert tækifæri ákváð ég að senda þetta inn.

 

 

Ef að þú átt vandræðanlega/skemmtilega sögu sem að þú villt senda á okkur. Endilega sendu þá á vynir@vynir.is eða finndu okkur á Facebook og það er aldrei að vita nema að þín saga birtist hér.
Back To Top
×Close search
Search