skip to Main Content
Í Dag Fokkaði ég Upp – Klettaklifur

Í dag fokkaði ég upp – Klettaklifur

Ég fór eittsinn í klettaklifur úti í Thailandi. Tók þá heimskulegu ákvörðun að fara í einhverjum buxum sem ég hafði keypt á markaði deginum áður. Svo erum við langt inni í heitum helli, ég er mjög sveitt og við erum að leggja af stað til baka. Eina leiðin er að klifra upp um 30m háan klettavegg, íklædd sigbelti. Þið vitið hvernig sigbelti eru, bara utan um lærin og ýkja vel stóra rassa (minn er vel stór).

Þegar ég er komin sirka 15 cm frá jörðu finn ég hvernig buxurnar mínar rifna á rassinum
og þegar ég þreifa þá átta ég mig á því að þær eru bókstaflega rifnar í kross.

Frá píku og aftur alveg upp að buxnastreng aftaná og þvert yfir báðar rasskinnarnar þannig að rassinn á mér hékk bókstaflega úti og ég í nude g-streng.

Svona þurfti ég að klifra alla leið upp og hópur af thailendingum fyrir neðan. Ásamt manninum mínum sem stóð og reyndi að taka myndir af herlegheitunum en náði því EKKI.

Ég átti svo eftir að komast út úr hellinum og niður fjallið, allt með rassinn hangandi úti. Þetta var …. áhugaverð lífsreynsla, ég mun amk aldrei gleyma þessu. Þegar ég svo skoðaði buxurnar komast ég að því að allstaðar þar sem þær voru blautar/sveittar þá bara bókstaflega datt efnið í sundur.

 

Ef að þú átt vandræðanlega/skemmtilega sögu sem að þú villt senda á okkur. Endilega sendu þá á vynir@vynir.is eða finndu okkur á Facebook og það er aldrei að vita nema að þín saga birtist hér.
Back To Top
×Close search
Search