skip to Main Content
Í Dag Fokkaði ég Upp – Kynlífið

Í dag fokkaði ég upp – Kynlífið

Ég var einu sinni að deita strák og það gékk allt saman mjög vel hjá okkur. Við vorum búin að vera að hittast í dágóðan tíma þarna og vorum búin að vera að sofa saman af og til. Við urðum þó aldrei meira en bara ‘Friends with benefits’ enda hefði það ekki gengið upp af ýmsum ástæðum.

Eitt kvöldið ákváðum við samt að gera vel við okkur og gera eitthvað sem að við höfðum aldrei gert áður. Við fórum út að borða saman sem vinir og fengum okkur aðeins í aðra tánna eins og maður segir. Og til þess að toppa kvöldið ákváðum við skyndilega að panta okkur bara hótelherbergi þar sem við vorum að borða aðeins út fyrir borgina.

Við fórum upp í herbergið okkar og eitt leiddi af öðru svona eins og best er að orði komið.

„Nema hvað í miðjum látunum þegar að ég var að fara ofan á grey drengin
festist ég svona heiftarlega illa í bakinu“

Svo illa að ég gat með engu móti hreyft legg né lið. Við urðum að kalla til sjúkrabíl vegna þess að ég bara emjaði og grét úr verkjum. Okkur gékk mjög erfiðlega að koma mér í föt aftur og þurftum við því eiginlega bara að vefja mig inn í teppi. Sjúkraflutningamennirnir vissu upp á hár hvað hefði komið fyrir.

Það var svo vandræðalegt að þurfa að fara í gegnum allt hótelið á sjúkrabörum klædd í ekkert nema teppið.

Svo tala ég nú ekki um hvað það var vandræðalegt að útskýra fyrir öllum hvað hefði komið fyrir… Ég get samt hlegið af þessu í dag.

 

Ef að þú átt vandræðanlega/skemmtilega sögu sem að þú villt senda á okkur. Endilega sendu þá á vynir@vynir.is eða finndu okkur á Facebook og það er aldrei að vita nema að þín saga birtist hér.
Back To Top
×Close search
Search