skip to Main Content
Í Dag Fokkaði ég Upp – Ratleikurinn

Í dag fokkaði ég upp – Ratleikurinn

Ég var nýlega byrjuð í nýrri vinnu þegar slegið var til „Amazing race“ keppni til að hrissta starfsfólkið saman. Þrautirnar voru staðsettar á frekar stórum radíus í Reykjavík. Í týpískri óheppni minni, lenti ég í hóp með eintómum hlaupurum. Á meðan önnur lið húkkuðu sér fari á milli þrauta vildi liðið mitt bara hlaupa þetta.

Ég sem gat ekki hlupið til þess að bjarga lífi mínu, þorði ekki að andmæla fólkinu og drattaðist á eftir þeim.

Við þurftum að hlaupa yfir stóra umferðagötu (á háanna tíma á föstudegi). Keppnisskapið í liðinu var það mikið að það var ákveðið að hlaupa bara á milli bílanna. Í stað þess að hlaupa upp að næstu gatnamótum. Á eyjunni sem aðskildi akreinarnar var stórt járn grindverk (sem eflaust er ætlað til þess að koma í veg fyrir svona fíflaskap).

Dásamlega liðið mitt vippaði sér þarna yfir eins og ekkert væri auðveldara…. en ekki ég!

„Ég krækti buxunum mínum í grindverkið með þeim afleiðingum að ég dett framfyrir mig og hangi þar föst á hvolfi“

Axlirnar rétt snertu jörðina og ég get ekki fyrir mitt litla líf híft mig upp svona á hvolfi til þess að losa buxurnar. Og á meðan beið ég eftir því að liðsfélagar mínir myndu sjá að ég væri ekki á eftir þeim…. ennþá á hvolfi.

Fólkið í bílunum í kring veltist um af hlátri og óskaði ég þess mjög heitt að jörðin myndi bara gleypa mig.

 

Ef að þú átt vandræðanlega/skemmtilega sögu sem að þú villt senda á okkur. Endilega sendu þá á vynir@vynir.is eða finndu okkur á Facebook og það er aldrei að vita nema að þín saga birtist hér.
Back To Top
×Close search
Search