skip to Main Content
Í Dag Fokkaði ég Upp – Stefnumótið & Verkjalyfin

Í dag fokkaði ég upp – Stefnumótið & Verkjalyfin

Eitt laugardagskvöld snemma um sumar fór ég á deit með stelpu sem ég hef þekkt í dágóðan tíma. Við vorum mjög góðir vinir en vildum sjá til hvort að það væri eitthvað meira á milli okkar. Svo ég bauð henni út að borða á fínan veitingastað í miðbænum.

Tæpri viku áður byrjaði ég að fá verk í annan fótin, ofarlega sem að varð til þess að ég átti stundum erfitt með að labba. Ég fór til margra lækna sem að allir sendu mig í burtu með það að þetta væri bara tilfallandi. Á endanum var þó læknir sem að vildi senda mig í myndatöku og skrifaði út fyrir mig parkodin forte.

Jaa, ég hef aldrei verið mikið fyrir það að taka verkjalyf og þar af leiðandi algjör hæna af þeim. Þetta laugardagskvöld var ég búin að vera extra slæmur og ég vildi alls ekki vera halltrandi á deitinu svo að ég tók inn tvær parkodin forte. Þá í annað skipti sem ég tók inn verkjalyfin þar sem ég leysti þau ekki út strax.

Við förum á veitingastaðin og við pöntum okkur góðan mat. Við fengum virkilega góða þjónustu og stelpan var mjög ánægð með kvöldið. Eftir matinn tókum við örlítið röllt um miðbæin, spjölluðum og vorum eiginlega bara að kynnast betur. Svo keyrði ég stelpuna heim til sín, ég fer út úr bílnum og fylgi henni upp að dyrum.

Þegar við vorum komin fyrir framan hurðina heima hjá henni beygi ég mig fram til þess að kyssa hana,
en í staðinn æli ég framan í hana. 

Verkjalyfin höfðu sennilega svo mikil áhrif á mig að ég hélt ekki kvöldmatnum niðri. Það hefði sennilega verið sterkari leikur að segja henni frá verknum og verkjalyfjunum því að henni var mjög brugðið og lét sig hverfa inn.

Við héldum samt áfram að deita eftir þetta í smá tíma, en það gékk ekki upp af öðrum ástæðum. En þetta er sennilega eitt af því vandræðanlegasta sem að ég hef lent í.

 

Ef að þú átt vandræðanlega/skemmtilega sögu sem að þú villt senda á okkur. Endilega sendu þá á vynir@vynir.is eða finndu okkur á Facebook og það er aldrei að vita nema að þín saga birtist hér.
Back To Top
×Close search
Search