skip to Main Content
Í Dag Fokkaði ég Upp – The Walk Of Shame

Í dag fokkaði ég upp – The walk of shame

Ég var búin að vera að sofa hjá strák í einhvern tíma, við hittumst alltaf á djamminu og enduðum kvöldið okkar saman. Yfirleitt fórum við heim til hans og ég gisti þar svo. Þetta gékk á í svolítið langan tíma en við urðum aldrei neitt meira en vinir…

Hann bjó heima hjá pabba sínum og var ég alltaf skít hrædd um að rekast á pabba hans morguninn eftir. Enda alls ekki í neinum pælingum í að hitta og kynnast fjölskylduni hans. Við töluðum reyndar um hvað það yrði fyndið og vandræðalegt, en pabbi hans átti það líka til að fara út á lífið. Svo eina nóttina sagði hann mér frá því að pabbi hans væri farinn að hitta einhverja konu og væri hún oft hjá honum.

Morguninn eftir eitt djammið sem að endaði heima hjá honum er ég á leiðinni út.

Á leiðinni út rekst ég ekki bara á pabba hans heldur líka systir MÖMMU minnar ! 

Hverjar eru eiginlega líkurnar??

Ég var sennilega rétt um 18 ára þarna og kærði mig ekkert um að allir vissu að ég væri að djamma.. Hvað þá að sofa heima hjá einhverjum strákum.

Ég leit niður í flýti, klæddi mig í hælaskóna frá því kvöldinu áður og rauk út. Sem betur fer hefur systir hennar mömmu aldrei nefnt þetta við mig enda veit ég ekki hvort ég myndi bara hreinlega hverfa af skömm.

 

Ef að þú átt vandræðanlega/skemmtilega sögu sem að þú villt senda á okkur. Endilega sendu þá á vynir@vynir.is eða finndu okkur á Facebook og það er aldrei að vita nema að þín saga birtist hér.
Back To Top
×Close search
Search