skip to Main Content
10 Hlutir Sem Að þú Mögulega Vissir Ekki Um Mig – Svandís Þóra

10 hlutir sem að þú mögulega vissir ekki um mig – Svandís Þóra

Ég er yfirleitt mjög opin og alveg á útopnu, en ég ætla að reyna grafa upp úr mér 10 hluti sem gæti verið að ekki svo margir vita um mig.

1. Ég er gríðarlegur people-pleaser. Það getur snúið öllu á hvolf í hausnum á mér ef ég veit að einhver er reiður við mig eða er mjög ósammála mér.

2. Ég get verið mjög meðvirk með þeim sem standa mér næst. Þó ég hafi verið að reyna að laga það hægt og rólega.

3. Ég elska að syngja þó ég sé alls ekki með góða söngrödd.

4. Margir hafa ákveðinn defence-mechanism og minn er ábyggilega húmor og að djóka með hlutina.

5. Ég dýrka íslenskt hip hop og ég get ekkert að því gert. Kærastinn minn og vinir mínir gera óspart grín af tónlistarsmekknum mínum.

6. Mér líður sjúklega vel þegar ég er í ræktinni og fíla mig oft aðeins of mikið í botn. Ef þú sérð mig dansa og lip-synca í ræktinni þá er það mjög basic. Sorry not sorry, its my happyplace 😀

7. Ég græt yfir bíómyndum og þáttum ef það er eitthvað mega sorglegt að gerast. Ég grét til dæmis með ekka yfir A star is born.

8. Ég var lögð í einelti fyrstu árin í grunnskóla og átti vegna þess við mikil reiði- og hegðunarvandamál að stríða á þeim tíma.

9. Uppáhalds maturinn minn er kjöt og karrý sem mamma mín gerir, ég slefa við tilhugsunina, mamma er besti kokkur í heimi <3 🙂

10. Ég elska að ferðast, það er my thing, ég myndi gera það allan ársins hring ef það væri hægt. Þessa dagana er ég að safna fyrir húsi svo ég get ekki ferðast eins mikið og ég vildi, það er mjög erfitt haha (Ég veit, mesta first world problem lífsins, sorry með mig).

Takk fyrir mig!
Svandís Þóra  
Instagram: svandisthora

Back To Top
×Close search
Search