skip to Main Content
3 Áskoranir Sem Að ég Glími Við Sem ‘bloggari’

3 Áskoranir sem að ég glími við sem ‘bloggari’

Það er svo langt síðan ég skrifaði færslu síðast að það tók mig svolítinn tíma til þess að setjast niður og skrifa. Það er eins og að það myndist einhverskonar veggur fyrir framan mig sem ég næ ekki að klífa. Hann verður meira að segja stærri eftir því sem að lengra líður.

En þetta er auðvitað bara ýmindaður veggur sem þarf einungis að ýta frá.

Svo hvað er það sem að veldur því að ég „stoppi“ að blogga.

Félagsfælni (athyglisfælni)

Ég hef lengi verið að kljást við félagsfælni sem að aftrar mér stundum frá því að sækja það sem mig langar til. En ég á einnig mjög erfitt með að vera miðpunktur athyglinnar á einn eða annan hátt. Stundum verður því mikil athygli mér ofviða og ég get ekki með nokkru móti unnið á því, á því augnabliki. Til dæmis tala ég mjög lítið þegar ég er í kringum stóran hóp af fólki, jafnvel þó það sé bara fólk sem að ég þekki. Það er eins og ég stífni öll upp og orð fara að koma vitlaust út úr mér. Þó svo að aðrir kippi sér ekki upp við það, að þá geri ég það. Heftandi ? já.

Það eina sem ég get ýmindað mér að hjálpi mér til þess að vinna bug á félagsfælninni sem stendur.  Er að leyfa því að ganga yfir, leyfa mér að líða. Þetta gerist aðallega ef það er mikil streita eða álag á mér á öðrum stöðum í lífinu. Ég held það sé ekki hjá því komist að detta inn í svona tímabil og ég er nokkuð örugg um að allir upplifi svona tímabil. Þó þau lýsi sér ekki eins hjá hverjum og einum.

Hvað á ég að skrifa um ?

Það er algengt, sér í lagi ef maður hefur verið að skrifa lengi og búinn að senda frá sér helling af færslum. Að vita ekki um hvað maður eigi að skrifa, og stundum jafnvel finnst manni maður hafa ekkert viturt til málanna að leggja. Stundum kemur umræðuefnið bara til mín og ég á í engum vandræðum með að koma þeim frá mér. Á öðrum tíma dettur mér nákvæmlega ekkert í hug og veit ekki hvernig ég get komið því frá mér á vitrænan hátt.

Ég þarf að vera duglegri að skrifa hjá mér umræðu efni sem að koma upp í hausnum á mér í daglegu lífi. Annars gleymi ég þeim og get ekki munað það þegar ég hef síðan tíma til þess að skrifa.

Tímaleysi

Ég er á þeim stað í lífinu akkúrat núna að ég get ekki séð hvernig 24 klukkutímar séu nóg í sólarhring til þess að klára það sem þarf að gera. Í skóla, vinnu, heimili, með barninu mínu og fjölskyldu. Hvað þá komast og hitta vinkonur mínar, sem hefur verið mjög lítið undanfarið. Hvað þarf ég að leggja til hliðar til þess að geta gert annað. En þetta er bara tímabil og eitthvað sem maður kemst ekki hjá þegar manni langar til þess að ná markmiðunum sínum.

Ég þarf klárlega að vera duglegri að gefa mér frítíma. Gefa mér tíma til þess að setjast niður og skrifa, því mér finnst það skemmtilegt.

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili.

Takk fyrir að gefa þér tíma í að lesa <3

-Katrín Helga

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search