skip to Main Content
Aftur á Bak.

Aftur á bak.

Eins og sum ykkar muna þá datt ég illa af hestbaki fyrir ári síðan.
Síðan þá hef ég verið rosalega kvekkt og helst ekki viljað fara aftur á bak.
Fyrir nokkrum dögum fór samt löngunin til að fara aftur á bak aðeins að koma til baka.

Ég hugsaði með mér að ég yrði að stökkva af stað ef ég ætlaði yfir höfuð einhvern tíman aftur á bak. Því lengri tími sem myndi líða því erfiðara væri þetta fyrir mig.

Ég er alveg rosalega mikið „go big or go home“ týpa.
Ég hefði að sjálfsögðu geta farið á bak og tekið þessu rólega, farið hægt yfir og tekið mér tíma til að venjast. En nei, það er ekki mér líkt.
Í fyrsta skipti sem ég fór á bak eftir fallið henti ég mér í stóðreið.

Þetta var rosalega erfitt og stórt stökk fyrir mig.
En ég sigraði óttann og komst yfir hann á no time.
Um leið og ég náði að slaka á og treysti klárnum var þetta ekkert mál.

Það er SVO mikilvægt að láta ekki ótta stoppa sig. Takast frekar á við hann og sigra hann.
Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Þar til næst❤

Aníta Rún Harðardóttir

Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

Back To Top
×Close search
Search