skip to Main Content
Hugmyndir Til Að Aftengjast Með Börnunum.

Hugmyndir til að aftengjast með börnunum.

Nú til dags er of mikið af börnum og fullorðnum fastir við skjáinn. Það er fíkn sem fólk leyfir að halda áfram. Setja börnin fyrir framan sjónvarpið til að halda þeim uppteknum svo þau geta farið sjálf við skjáinn. 

Ég er ekki saklaus í þessu. Ég viðurkenni að ég set börnin mín fyrir framan sjónvarpið, til að komast í símann.

Upp á síðkastið hef ég minnkað það. Ég varð símalaus í 3 daga, því síminn minn datt í klósettið. Á þessum tíma tók ég eftir fíkninni í dætrum mínum. Þær spurðu alltaf um að horfa í stað þess að leika sér. Ég var ekki sátt, því það var mér að kenna. Ég er sú sem leyfði þessari fíkn að verða svona slæm.

Ég áttaði mig á því að það væri kannski sniðugt að finna eitthvað annað fyrir þær að gera og á sama tíma fann ég hvað mér þótti skemmtilegt að gera.

Hér er listi yfir nokkrum hlutum sem þið gætuð gert með ykkar börnum:

  1. Danspartý:  Ég fann út úr því að stelpurnar mínar elska að dansa. Þeim fannst það enn skemmtilegra ef ég var með í því.
  2. Föndra: Það getur verið margt sem þið gætuð gert . Þið gætuð málað, leirað, litað eða málað uppáhalds teiknimyndafíkúrurnar á vegginn þeirra. Þið mynduð auðvitað gera mest af því en mínum stelpum fannst það skemmtilegt – að horfa á mömmu mála Bansímon og Grísla á vegginn þeirra.
  3. Karaoke:  Ég segi að öllum krökkum finnist gaman að syngja. Ég er með míkrafón og hátalara til að syngja. Ég fer oft í karaoke með yngri stelpunni því henni finnst svo gaman að heyra mömmu sína syngja. Þegar þær eru báðar þá leyfi ég þeim að syngja í míkrafónin hvað sem þeim langar og þær skemmta sér svakalega vel.
  4. Fara út: Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem stelpurnar mínar gera, þær elska að fara út í hvaða veðri sem er. Ég veit að þetta sé Ísland og það er ekki alltaf nógu þægilegt veður til að fara út – en þetta er eitthvað sem ég reyni að gera með báðum stelpunum mínum eins mikið og ég get.
  5. Búa til tjald:  Eldri stelpunni minni finnst þetta alveg rosalega skemmtilegt, því það er svo gaman að tjalda inni. Hún getur tekið dót inn og leikið sér með það í friði frá systur sinni sem reynir alltaf að taka dótið af henni.
  6. Baka: Þetta er eitthvað sem mér finnst rosa gaman að gera og mér finnst enn skemmtilegra að gera þetta með dóttur minni. Ég undirbý allt í litlar skálar svo setur hún þær útí hrærivélina. Svo er það líka að borða góðgætið.
  7. Taka til:  Þetta er eitthvað sem ég lærði frá vinkonu minni, henni Katrínu hér á vynir. Það að búa til leik úr tiltektinni. Ég geri þetta bara með herbergi stelpnanna minna, en þetta finnst þeim skemmtilegt að gera.
  8. Leyfa þeim að leiðast: Þetta er eitthvað sem allir foreldrar þurfa að gera, leyfa börnunum að leiðast! Þetta byggir upp ímyndunaraflið þeirra. Fyrstu skiptin sem maður gerir þetta verður það aðeins erfitt – en áður en þú veist af eru börnin búin að búa til leik, sama hvort þau séu ein eða með einhverjum. 
    Og til að vera hreinskilin þá er þetta eitt af uppáhalds hjá mér, því ég næ að gera húsverkin á meðan! 

Þar til næst..

Helga Rut

Ég er 22 ára gömul, á tvær litlar stelpur og bý í Njarðvík. Ég hef áhuga á tónlist, förðun, bakstri og mest af öllu börnunum mínum!

Back To Top
×Close search
Search