skip to Main Content
Hey þú….

Hey þú….

Featured image

Fyrsta færslan mín! Vá hvað ég er spennt að vera byrjuð að blogga.
Kannski ég kynni mig pínu lítið áður en ég helli yfir ykkur úr viskubrunni mínum.
Ég var skírð Sigurrós sem barn og hef haldið mig við þá nafngift allar götur síðan. Ég hef búið mest allt mitt líf á Suðurnesjum og kann því ágætlega. Ég er mikil flökku kind að eðlisfari og hef því reynt að skoða eins mikið af heiminum og ég hef haft tækifæri til.
Ég er móðir tveggja drengja og vanda mig mikið þegar kemur að uppeldi þeirra. Ég er alltaf sein og elska sælgæti! Það er hollt að hreyfa sig reglulega svo ég reyni reglulega að fara eftir þeirri speki. Ég passa upp á matarræðið mitt og borða ekki kjöt, eins og er er ég að taka þátt í veganúar í fyrsta skipti(spennandi!)
Þessi texti hér að ofan er svona svolítið útum allt en þannig er ég einmitt, svolítið flögrandi og á erfitt með að festa mig í einhverju eða við einhvern.
Takk fyrir að lesa og endilega fylgist áfram með !

Ef þið hafið áhuga á að fylgjast enn meira með mér þá er snapið mitt sirros86 og insta síðan mín er sirros

Lofa mega veislu.

ÖSP

Back To Top
×Close search
Search