skip to Main Content
Hlaupabóla

Hlaupabóla

Við lentum í hlaupabólu um daginn, sonur minn og ég. Ég segi að ég hafi líka lent í þessu þar sem ég svaf ekkert í viku útaf þessu!
Hann varð rosalega veikur. Fékk 41 stigs hita og endalaust af bólum.

Þetta var að valda honum miklum óþægindum svo ég reyndi að gera allt sem ég gat til að minnka þessi óþægindi.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum ráðum sem ég notaði.

Matarsódabað;

Volgt vatn í baðið og matarsódi útí vatnið geta gert kraftaverk. Matarsódinn dregur úr kláða og börnum finnst oft gott að vera ber í baði þegar þeim líður ekki vel. Svo var þetta bara ótrúlega þægilegt til að hafa eitthvað að dunda við.

Kalmín;

Ég keypti kalmín í apóteki og bar á allar bólur sem ég sá. Barnið leit út eins og blettatígur greyið en þetta virkaði. Kalmínið þurrkar bólurnar svo þær smita styttra út frá sér.

Lóritín;

Fyrir börn eldri en tveggja ára er þetta snilld. Hálf lóritín mulin saman við teskeið af skvísu eða jógúrti. Dregur verulega úr kláða.
Svo fannst mér best að hafa hann léttklæddan og passa að honum yrði aldrei of heitt.
Þar til næst!

Aníta Rún Harðardóttir

Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

Back To Top
×Close search
Search