skip to Main Content
Jákvætt Hugarfar

Jákvætt hugarfar

Lífið. Lífið er allskonar, það eru lægðir og hæðir, gaman og leiðinlegt, erfitt en stundum auðvelt. Það er bara gangur lífsins – það getur verið dans á rósum, en það kemur fyrir að þyrnarnir stinga. Stundum koma tímabil sem manni líður eins og allt sé á móti manni og ekkert virðist ganga upp – þannig er það bara og það er þannig hjá öllum. Það eiga allir sínar hæðir og lægðir. Það að gera sér grein fyrir því að það birtir alltaf til á endanum getur hjálpað manni að “push through” erfiðu tímana. Við berum ábyrgð á okkar eigin líðan, að sjálfsögðu eru sumir tímar mjög erfiðir en þá bíður okkur það starf að stappa stálinu í okkur sjálf. Segja við okkur “þetta verður betra, ég ætla bara að gera allt til þess að líða bærilega meðan þetta erfiða tímabil gengur yfir”. Við verðum að muna að við verðum að vera okkar besti vinur og bregðast rétt við þegar við erum í lægð. Við eigum það til að tapa okkur í sjálfvorkun og móki (allavegana ég) og þá sér maður ekki það fallega og góða í kringum sig. Maður gleymir því hvað lífið getur verið frábært og æðislegt.

Ég datt í mikla lægð í vorbyrjun. Ég meiddi mig í bakinu og það tók mikið á mig. Ég þurfti að hætta að æfa tímabundið og það bara hrundi allt í kringum mig. Það tól sem ég gríp í þegar mér líður ekki of vel var allt í einu ekki í boði. Ræktin hefur verið það sem hjálpar mér með erfiða tíma – hluturinn sem hefur alltaf verið til staðar þegar mér líður eins og allt sé á móti mér og ekkert að ganga upp.

Fyrstu tvo dagana eftir að ég fann að ég var mjög meidd og gat ekki gert mikið þá grét ég á kvöldin eftir vinnu með ekka yfir hversu ótrúlega óheppin ég væri. Þetta var farið að hafa mikil áhrif, ég var allt í einu orðin mjög taugaveikluð, stressuð og í vondu skapi. Öll verkefni sem mér bárust voru mjög erfið og íþyngjandi. Eitt kvöldið sat ég í einhverri sjálfsvorkun og var bara að hugsa og pæla og áttaði mig svolítið á þessu – ég var að gera ástandið verra. Ég var ekki að tækla þetta rétt.  Ég átti að líta á þetta sem verkefni! Verkefni sem ég ætlaði að rústa, þetta væri bara hraðahindrun á lífsins vegi. Ég fór að hugsa þetta erfiða tímabil öðruvísi – fór að sjá fyrir mér hvað það væri geggjað þegar þetta tímabil myndi klárast og á meðan því stæði ætlaði ég bara að gera mitt besta til þess að jafna mig og passa að vera jákvæð á meðan. Á morgnana þegar ég labbaði í vinnuna tók ég þessar 10 mínútur sem það tekur til að gefa mér ræðuna – stappa í mig stálinu og troða framan í mig brosinu þótt það væri marga daga mjög erfitt.

Að sjálfsögðu kláraðist þetta tímabil á endanum og ég held ég hafi komist ágætlega frá því – ég á enn þá kærastann minn, alla vini mína og hef enn þá vinnu. Ég náði að láta sjálfsvorkunina ekki skemma út frá sér og passaði að koma vel fram við aðra. Flestir hafa ábyggilega lent í því að láta sjálfsvorkunina ná svo miklum gripum á sér að það hefur smitað út frá sér í verri samskiptum við aðra, pirringi og neiðkvæðni. Við berum ábyrgð á því sjálf hvernig við bregðumst við. Við höfum val – að tækla verkefnið á jákvæðninni eða detta í sjálfsvorkun og mók, stinga hausnum upp í rassgatið og vera pirruð, fúl og leiðinleg við aðra. Ég er samt alls ekki að segja að það sé ekki í lagi að tala um vandamálin – það hjálpar mikið að leggja öll spil á borðið við fólkið í kringum okkur og tala um vandamálin – en það þýðir ekki alltaf að treysta á alla aðra að stappa í mann stálinu. Við berum ábyrgð á okkar eigin líðan og hvernig við bregðumst við erfiðu tímunum!

Over and out og öll ástin <3

Svandís Þóra

Back To Top
×Close search
Search