skip to Main Content
Leikskóla Taskan.

Leikskóla taskan.

Mér finnst rosalega mikilvægt að krakkarnir mínir geti klætt sig eftir veðri í leikskólanum svo ég passa yfirleitt að taka allt sem ég held þau gætu þurft yfir vikuna með á mánudegi og tek það svo heim í þvott á föstudögum.

Krakkarnir fara alltaf í úlpum og með húfu í leikskólann svo það er alltaf við höndina.
En í leikskólatöskunni okkar er:

Haust/Vetur;

 • Kuldagalli
 • Pollagalli
 • Flísgalli (buxur og peysa undir pollafötin)
 • 2x vettlingar
 • Hlý húfa
 • Ullarsokkar
 • Buff (um hálsin)
 • Kuldaskór
 • Stígvél
Vor/Sumar;

 • Pollagalli
 • Vindgalli (jakki og buxur)
 • Þunn húfa
 • 2x vettlingar
 • Buff (ef það er of hlýtt fyrir húfu)
 • Léttir strigaskór
 • Stígvél
Ég er þannig að ég vil frekar hafa meira en minna af fötum á þau. Ef þau verða blaut geta þau þá skipt eða notað annað sett ef þau fara aftur út sama dag.

Á blautum dögum þarf líka að hafa nóg af aukafötum.

Í aukafatahólfinu okkar er;

 • 2x sokkar
 • 2x nærbuxur
 • Buxur
 • Peysa
 • Bolur eða samfella
 • Sokkabuxur
Ég reyni líka að vera dugleg að fylgjast með hvort þau séu í aukafötum til að fylla þá á boxið næsta dag og taka þá blautu fötin heim.

Eins þarf ég að fylgjast með blautum vettlingum og eigum þar af leiðandi fullt af vettlingum heima því þeir verða mjög reglulega skítugir í ævintýrum dagsins.

Þar til næst!

Aníta Rún Harðardóttir

Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

Back To Top
×Close search
Search