skip to Main Content
Mín Fyrsta þjóðhátíð.

Mín fyrsta þjóðhátíð.

Ég er ekki þekkt fyrir að taka skyndiákvarðanir. Það er líka almennt bara rosalega erfitt fyrir mig að taka skyndiákvarðanir því ég verð alltaf að hafa plan svo hlutirnir gangi upp hjá mér.

En allt kom fyrir ekki krakkar mínir! Á fimmtudaginn seinasta tók ég risa stóra skyndiákvörðun.

Ég keypti mér miða á þjóðhátíð!

Mig hefur lengi langað til að fara og alltaf ætlað ár eftir ár en aldrei látið verða af því.
En í ár lét ég verða af því og sé sko alls ekki eftir því.

Ég keypti miðann á fimmtudags kvöldi og var mætt í Herjólf innan við sólahring síðar, á föstudagskvöldinu.
Ég var reyndar ekki búin að hugsa þennan ferðamáta til Vestmannaeyja nægilega vel, því þá hefði ég líklega ekki farið. Ég er nefnilega hallærislega sjóveik. En allt kom fyrir ekki, ég komst lifandi til Eyja.

Vestmannaeyjar, ó guð almáttugur! Þvílík fegurð sem þetta er.

Ég á erfitt með að koma þessu í orð.
Herjólfsdalur átti hug minn og hjarta um leið og ég mætti þangað.

Dásemdin sem það var að sitja í brekkunni í pollabuxum og hlusta á tónlistar atriðin.

Ég var þrjú kvöld í Eyjum, föstudag til mánudags. Ég fæ ennþá gæsahúð við tilhugsunina.
Brennan á föstudeginum, flugeldasýningin á laugardeginum, brekkusöngurinn og blysin á sunnudeginum, hvítu tjöldin og bara allt!
Þetta var eitthvað next level dæmi.

Það sem stóð mest upp úr hjá mér var samt hversu vel var haldið utan um þessa hátíð. Öryggisgæslan uppá tíu og allt svo ótrúlega snyrtilegt.
Og svo auðvitað fólkið sem ég var með, það átti stóran þátt í að ég skemmti mér svona vel.

Takk fyrir mig þjóðhátíð, Herjólfsdalur og Árni Johnsen.
Sjáumst á næsta ári!💕

Aníta Rún Harðardóttir

Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

Back To Top
×Close search
Search