skip to Main Content
Skemmtileg Hlaup Sumar 2019

Skemmtileg hlaup sumar 2019

Nú eru örugglega margir sem hafa áhuga á því að reima á sig hlaupaskóna í sumar og skella sér í eitt eða tvö skemmtileg hlaup. Ýmislegt er í boði fyrir hlaupagarpa og auðvelt að sjá hlaup sem eru í boði á www.hlaup.is. Hér er samt listi sem ég setti saman af skemmtilegum hlaupum fyrir bæði þá sem eru reyndir og óreyndir hlauparar. 

Zabiegani styrktarhlaup:

Hlaupið er haldið þann 18 maí 2019. Hlaupið er 5 km og hlaupið er frá árbæjarlaug. Skráning fer fram hér. Tilvalið skemmtiskokk fyrir þá sem vilja styrkja gott málefni. Tilgangur félagsins er aðallega að veita stuðning við fötluð börn sem þarfa langtíma hjálp við endurhæfingu, að bæta lífskjör þeirra og oft að draga úr sársauka og erfiðleikum sem sjúkdómar þeirra valda.

Lífið er núna (Styrktarfélagið Kraftur)

Hlaupið er haldið þann 19 maí 2019. Hlaupið er 1,5 og 5 km og hlaupið er frá Háskólanum í Reykjavík. Hlaupagjald er 2500.- krónur fyrir 14 ára og eldri. Skráning fer fram hér . Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. 

The color run

The Color Run fer fram þann 1 júní 2019. Hlaupið fer fram í laugardalnum og er hlaupið 5 km. Í ár á The color run afmæli og ætla þeir að halda upp á það með pompi og prakt! Í ár verða 5 litabombur í stað fjögra og Jói P og Króli halda uppi stuðinu. Þetta hlaup er kjörið fyrir unga og aldna og er sérstök upplifun! Skráning fer fram hér. Lítil fluga sagði mér að mjög fljótlega munum við hjá vynir.is gefa tvo miða í hlaupið! Svo endilega addið vynir.is á instagram og fylgist grannt með til að geta verið með í fjörinu að kostnaðarlausu!!

Hér er Katrín ein af bloggurum Vynir.is í hlaupinu í fyrra 🙂

Kvennahlaupið

Kvennahlaupið fer fram þann 15. júní. Hlaupið verður á yfir 80 stöðum á landinu en því miður er ekki búið að gefa út staðsetningar og lengdir. Skráning er óþörf og hægt að fylgjast með hér fyrir nánari upplýsingar fyrir áhugasama!

Miðnæturhlaup Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram þann 20 júní og er það haldið í laugardalnum. Hægt verður að hlaupa hálfmaraþon, 10 km og 5 km. Keppnisgjald fyrir 20 ára og eldri er á milli 2350 og 4400 (fer eftir lengd) í forsölu. Skráning fer fram hér.

Ármannshlaup Eimskip

Ármannshlaup Eimskip fer fram þann 3 júlí og er hlaupið frá vöruhóteli Eimskip í Sundahöfn. Hlaupið verður 10 km. Skráning er ekki hafin og ekki búið að birta verðskrá. Spenntir fylgist með hér fyrir betri upplýsingar.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið þann 24 ágúst og er hlaupið haldið í miðbæ Reykjavíkur. Hægt er að hlaupa heilt maraþon, hálft maraþon, 10 km, 3 km og 600 m skemmtiskokk. Ég er persónulega mjög spennt fyrir þessu hlaupi því við stelpurnar hér á vynir.is ætlum að taka þátt og hlaupa fyrir gott málefni – Minningarsjóð Einars Darra. Hægt er að nýta tækifærið og safna áheitum fyrir góð málefni. Verðskrá má finna hér og skráning í hlaupið fer fram hér.  

Mynd tekin af instagramsíðu Reykjavíkurmaraþonsins.

Vonandi gaf þetta ykkur einhverja hugmyndir hvar ykkur langar að hlaupa í sumar 🙂

Takk fyrir mig!
Svandís Þóra
Instagram: Svandisthora

Back To Top
×Close search
Search