skip to Main Content
Sorry En Samt Ekki!!

Sorry en samt ekki!!

Það sem hrjáir mig mest þessa dagana er RITSTÍFLA. Það eitt og sér er í sjálfu sér ekki stórvænlegt.  EN mig langar svo mikið til að gera djúpa færslu um eitthvað.

Hinsvegar hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa þannig ég ætla að skrifa um: „SORRY EN SAMT EKKI“  

Vegna þess að málsgreinin hér að ofan er eins og ég sé að afsaka mig, svo sorry en samt ekki.

Þennan frasa nota ég mikið, ég á það til að biðjast fyrirgefningar og segja sorry við hinu minnsta. Ég er þunglynd og ég á það til að segja SORRY ef ég er í þunglyndis niðursveiflu. Ég fæ kvíðakast og vil ekki tala um það, ég á það til að segja Sorry.  Það sem mér finnst hinsvegar verst af öllu við þetta er að ég á það til að spyrja unnustann minn hvort ég megi fara í sturtu, eða hvort honum sé sama ef ég fer aðeins út.  Ég veit ekki hvaðan þessi hugsunarháttur kemur.  Og eftir að ég er búin að spyrja þá kemur SORRY af því ég veit ég á ekki að spyrja en ég geri það samt.

Að biðjast afsökunar á einhverju sem öðrum finnst asnalegt, smávæginlegt finnst þeim sem glíma við andlega sjúkdóma sjálfsagt og gera því meira af því.

Ég geri mér grein fyrir því hversu kjánalegt þetta hljómar fyrir öðrum og oft á tíðum þegar ég reyni að útskýra lendi ég oft á lokuðum eyrum, eða gæti allt eins verið að tala kínversku. 

Ahverju ætti ég ekki að mega fara í sturtu eða út.??

Næst ætla ég að reyna prófa stoppa mig af áður en ég segi sorry, og hugsa mig um af hverju ætti ég að eiga minni rétt á þessum hlutum en aðrir.?

Árný Hlín Sigurðardóttir

Ég er 29 ára, á eina litla stelpu. Ég bý með kærastanum mínum og stelpunni minni í reykjavík eins og er. Ég er stúdent frá FÁ. Byrjaði í þroskaþjálfanum seinasta haust. Áhugamál: ferðast, lestur, matargerð, uppeldi.

Back To Top
×Close search
Search