skip to Main Content
Það Sem Leynist í Veskinu Mínu.

Það sem leynist í veskinu mínu.

Það er alveg magnað hvað getur leynst í kvenmannsveski, það getur hreint verið eins og gullkista!
Að sjálfsögðu er ég með allt þetta venjulega – síma, lykla, snyrtidót og peningaveski. En það er alveg ótrúlega mikið af óþarfa sem ég geymi í veskinu mínu oft á tíðum – hér eru 10 dæmi um það.

 1. Bleyjur – þar sem ég á börn þá er ég með bleyjur allstaðar ef eitthvað skyldi koma uppá.
 2. Haus af barbí dúkku – já hún brotnaði einhvern tíman og ég ætlaði alltaf að laga hana, gerði það svo aldrei og endaði á að týna búknum.
 3. Auka bol – ég meina, maður veit aldrei hvenær maður sullar á sig.
 4. Sirka sjöþúsund og einn tyggjópakka – ég gríp alltaf með mér tyggjó þegar ég fer í búð. Hræðilegur ávani.
 5. Stakan sokk – afhverju hann er þarna veit ég ekki, en hann er þarna samt sem áður.
 6. 3x varasalva – einn myndi duga svo sem, en ég virðist bara alltaf týna þeim þegar ég þarf á þeim að halda og er alltaf að kaupa fleiri.
 7. Hleðslusnúru af einhverju sem ég veit ekki lengur hvað er – tými samt ekki að henda henni!
 8. Pappír – endalaust af pappír. Þessi börn virðast alltaf vera með kvef.
 9. Spilastokk – hann er búinn að vera þarna í ár og aldir en er aldrei notaður.
 10. Blómafræ – ég er alltaf á leiðinni að gróðursetja þau. Þau eru samt örugglega best geymd í veskinu því ég er alls ekki með græna fingur!

  Hér með skora ég á samskrifara mína að ljóstra upp hvað er í þeirra veskjum. Mér þætti gaman að vita hvort þar leynist jafn mikill óþarfi og í mínu.

  Yfir og út!

  Aníta Rún Harðardóttir

  Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

  Back To Top
  ×Close search
  Search