skip to Main Content
Það Sem Skiptir Máli.

Það sem skiptir máli.

Samverustundir eru ofboðslega mikilvægar. Sama með hverjum það er.
Mínar samverustundir með börnum, maka eða fjölskyldu er það sem kemur mér í gegnum lífið.
Þetta þarf ekki að vera mikið, jafnvel bara að kíkja í heimsókn.

En sama hvað þið gerið, er samveran það sem skiptir máli.

Ég og kærastinn minn sitjum oft þegjandi í stofunni þegar við hittumst og spilum tölvuleik saman.

Það eitt og sér er svo ofboðslega mikilvægt.

Fjölskyldu matarboð, einstakar perl stundir með krökkunum, þetta allt skiptir máli.

Og líka svo miklu máli.
Morgundagurinn er óráðinn, við vitum ekki hvað hann ber í skauti sér.
Njótum hverrar einustu mínútu sem við eigum með þeim sem við elskum.
Lífið er til þess að njóta en ekki hafa áhyggjur.

Ég hef oft pælt í því hvað jólin eru mikið stress.

En afhverju er það stress?
Erum við ekki svolítið að stressa okkur af ástæðu lausu?

Þau koma nú alltaf hvort sem er.

Hátíð ljóss og friðar er liðin.
Nú tekur við nýtt ár.

Einsetjum okkur að njóta líðandi stundar á nýju ári.

Það er það sem mun skipta máli í framtíðinni.

Njótiði nýja ársins❤

Aníta Rún Harðardóttir

Tuttugu og eins árs, tveggja barna móðir og búsett á Selfossi:)

Back To Top
×Close search
Search