skip to Main Content
Undirbúningur F. Lokapróf

Undirbúningur f. Lokapróf

Nú er ég að klára fyrstu önnina mína í Háskóla. Ég er í fjarnámi við Háskólan á Akureyri og er að læra viðskiptafræði m. áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Og eftir slétta viku er fyrsta lokaprófið mitt og prófkvíðinn aðeins farin að láta sjá sig.

Mikilvægt að læra jafnt og þétt

Ég hefði aldrei trúað því hversu mikilvægt það er að horfa á alla fyrirlestra jafnóðum og þeir koma inn. Í mínu tilfelli voru allir áfangar kenndir 2x í viku og hver fyrirlestur um sig um ein og hálf klukkustund. Fyrirlestrarnir kláruðust á föstudaginn og er því síðasta „kennsluvikan“ til undirbúnings fyrir lokapróf. Mig langaði til þess að deila með ykkur nokkrum ráðum sem að ég reyni að fara eftir fyrir lokapróf. Sem ég notaðist líka við þegar ég lærði sjúkraliðan fyrir 4 árum.

Þessi blöð fást í öllum helstu bókaverslunum eins og A4, penninn o.fl.

Handskrifa glósur

Mér þykir mjög gaman að skrifa og finnst mér upplýsingarnar frekar festast ef ég skrifa þær niður. Ég Kaupi yfirleitt blöð eins og á myndinni hér fyrir ofan og merki þær með hverjum kafla fyrir sig og fer síðan yfir þær fyrir prófið.

Ræða námsefnið við aðra eða lesa upphátt

Mjög góð aðferð til að festa námsefnið betur inn á minnið er að ræða hlutina við samnemendur eða einhverja sem tilbúnir eru til þess að aðstoða þig. Spyrja þig spurninga um námsefnið eða hlýða þér yfir fyrir prófið.

Standa upp reglulega, skipta um umhverfi & hvíla sig

Alls ekki sökkva ykkur svo um of í námsefnið að þið gleymið öllu öðru. Það er mikið betra að taka sér t.d. góða pásu inn á milli, kíkja út eða á æfingu til þess að geta haldið ótrauður áfram þegar þú hefur fyllt á orkubúið 🙂

Sofa & borða hollan, næringaríkan mat

Mjög mikilvægt að passa upp á að sofa nóg og sérstaklega kvöldið fyrir próf. Ég hef reyndar alveg gripið mig við að læra alltof langt fram á nótt og jafnvel ekkert sofið fyrir prófið. Ég held að það fari svolítið eftir því hvað hverjum og einum þykir best – en auðvitað er best að passa upp á nægan svefn og góða næringu.

Ég er engin sérfræðingur í undirbúningi fyrir lokapróf en þetta eru svona þau helstu atriði sem ég ætla að passa upp á fyrir lokaprófin núna í desember.

Kveðja,

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search