skip to Main Content
Nýr Geggjaður Veitingastaður í KEF City

Nýr geggjaður veitingastaður í KEF city


Á föstudaginn seinasta (bóndadaginn) fórum við Katrín bloggarar á Vynir.is út að borða saman á nýjum veitingastað í Keflavík. Þessi nýji staður ber nafnið KEF og opnaði nú á dögunum eða í miðjum janúar. Staðurinn er staðsettur á hótel keflavík. Það hefur reyndar verið veitingastaður þarna áður, en nú er búið að betrum bæta staðinn og matseðillinn.

Veitingastaðurinn KEF stóðst allar væntingar sem við höfðum og meir en það. Það var ekkert sem við gátum sett út á. Maturinn var lostæti, topp þjónusta og staðurinn ótrúlega kósý og flottur. Geggjað að fá svona flottan stað í Keflavík og það er alveg klárt mál, markaður hér fyrir þennan stað.

Við fengum okkur 4 rétta óvissuferð sem var pöruð með víni. Það var ótrúlega gaman að fara í óvissuferð og vita ekkert hvað við værum að fara að borða. En í tilefni bóndadagsins var veitingarstaðurinn með 4 rétta óvissuferð á tilboði alla helgina, svo það var tilvalið að prufa að fara á KEF og smakka nokkra rétti.

Í fyrsta rétti fengum við: Lax

Réttur númer 2 var: Nautacarpaccio (sem er uppáhálds maturinn minn)

3 réttur var : Nautalund, piparsósa & meðlæti

 

4 réttur var: Heit súkkulaðikaka með hindberjasorbe.

Það má segja að við löbbuðum út saddar og sælar og kannski soldið tipsí, eftir allan þennan geggjaða mat og drykki. Vínin sem voru pöruð með hverjum rétti voru alveg ótrúlega góð og pössuðu fullkomnlega við hvern og einn rétt. Það sem mér fannst líka gaman, var að heyra söguna á bakvið hvert vín. Það er ákveðin upplifun þegar maður lendir á þjóni sem er fagmaður og veit hvað hann/hún er að tala um. Takk kærlega fyrir okkur, við komum klárlega aftur.

Að lokum langar mig að benda ykkur á facebook síðuna hjá KEF sem er https://www.facebook.com/KEFrestaurant/
Þar eru þau dugleg að deila alls konar tilboðum, sem er gott að vita af ef maður er í pælingum að prufa staðinn. Ég sá sem dæmi að þeir voru að setja inn tilboð núna sem gildir til 31 jan, á 3 rétta óvissuferð á 6990,- sem er gjöf en ekki gjald.


Þessi upplifun var í samstarfi við KEF.

Kveðja,

Back To Top
×Close search
Search