skip to Main Content
Uppskrift – Lárperumauk

Uppskrift – Lárperumauk

Nú er Eurovision í kvöld og ef það er eitthvað sem ekki má vanta í Eurovision partýið er snakk og eitthvað gott til að dýfa því í. Ætla hérna að gefa ykkur skothelda uppskrift af lárperumauki (guacamole). Maukið er líka einstaklega gott með mexíkóskum mat. Eg sjálf nota ekki hvítlauk því mér finnst það missa ferskleikan en þér er velkomið að bæta því við.

3-4 stk vel þroskaðar lárperur (avocado)
1 stk rauðlaukur
8-10 stk kirsuberjatómatar
1 stk lítill chilli
1 stk lime
1/2 tsk cayenne pipar
Kóríander eftir smekk
Salt og pipar eftir smekk

Þú byrjar á því að hreinsa utan af lárperunum og fjarlægja steininn og stappar þau svo saman, mér finnst best að nota kartöflustappara en ef þú átt hann ekki til þá virkar gaffall líka mjög vel. Næst er rauðlaukurinn, tómatarnir, chilli piparinn og kóríanderið skorið smátt. Ef þú ert viðkvæm/ur fyrir sterkum mat þá mæli ég með að byrja á hálfum chilli pipar, smakka svo til og bæta við ef þú vilt. Ég persónulega elska kóríander og nota hálfa pakkningu af fersku kóríander. Næst kreistiru allann safann úr limeinu og kryddinu bætt við. Blandið öllu saman og berið fram.

Ef þú vilt örlítið ferskari útgáfu prufaðu að skera eitt mangó í bita og blanda við. Svo sumarlegt og gott.

Instagram : lobbzter

Kveðja,

Laufey Inga

Ég er 25 ára og á einn yndislegann, lítill strák og frábæran unnusta. Við búum í Vogunum. Ég vinn í eldhúsi hjá veisluþjónustu í Reykjavík og hef mikinn áhuga á eldamennsku. Önnur áhugamál eru ljósmyndun, snyrtivörur, innanhúss arkitektúr og nánast allt sem við kemur list á einhvern hátt.

Back To Top
×Close search
Search