skip to Main Content
Bananabrauð

Bananabrauð

Kærastanum mínum finnst bananabrauð vera brauð með banana, ég er ekki sammála bananabrauð fyrir mér er bakað í ofni. 

Uppskrift: 

2 bananar
1dl sykur
2 1/2 dl hveiti
1 egg
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Ég set líka alltaf smá súkkulaði út í bananabrauðið mitt. 

Aðferð:
fyrst set ég þurrefnin og blanda þeim saman í skál.
næst stappa ég banana og blanda saman við ásamt 1 stk egg. Hrært saman með sleif þar til allt er blandað saman.
sett í smurt form og bakað í 30-40 mínútur á 180°C. 

Formið sem ég nota er svona einnota form, en ég nota það stundum oftar en einu sinni fer eftir hversu mikið er eftir í forminu.  Er að nota það sem ég átti.

Árný Hlín Sigurðardóttir

Ég er 29 ára, á eina litla stelpu. Ég bý með kærastanum mínum og dóttir okkar í Vík. Ég er stúdent frá FÁ. Byrja að læra leikskólakennarann í HÍ í haust. Áhugamál: ferðast, lestur, matargerð, uppeldi.

Back To Top
×Close search
Search