skip to Main Content
BBQ Kjúklingasalat

BBQ Kjúklingasalat

Kjúklingasalöt eru yfirleitt mjög góð að mínu mati og þykir mér skemmtilegt að búa til allskonar mismunandi salöt. Þannig að ekkert þeirra er eins og skrifa síðan hjá mér þau sem að mér þykir best.

Ég gerði salat sem að mér fannst virkilega gott og langar til þess að deila með ykkur.

Það sem þarf :

Kál
Papriku
Lauk
Gúrku
Pekahnetur
Doritos
Tómata – ‘Diced’ – fást í dósum
1 Kjúklingabringu
BBQ sósu

Ég var bara að gera salat fyrir mig sjálfa og skar því grænmeti sem að hentaði fyrir einn. Setti ferska grænmetið í skál og blandaði því saman, dreifði svo pekahnetum yfir og muldi doritos þar yfir. Því næst skar ég hálfa kjúklingabringu og setti út í salatið – hægt er að krydda kjúklinginn með hvaða kryddi sem er.

Að lokum setti ég BBQ sósuna yfir og þar með var salatið tilbúið. En mér finnst um að gera að leika sér svolítið með hráefnin og bæta við því grænmeti sem að ykkur þykir gott. Það verður yfirleitt að bestu máltíðunum.

Verði ykkur að góðu – Kveðja,

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search