skip to Main Content
Osta- Og Beikonfyllt Avacadó – Uppskrift

Osta- og beikonfyllt avacadó – Uppskrift

Nú er ég í fæðingarorlofi og maður getur orðið mjög hugmyndasnauður og hreint út sagt latur að gera sér eitthvað að borða. Tala nú ekki um ef það á að vera næringaríkt. Ég vinn í eldhúsi og hef mikinn áhuga á eldamennsku og er alltaf að leita mér af nýjum, góðum og fljótlegum uppskriftum sem ég get skellt i hérna heima.

Ég útbjó mér þennan rétt fyrir helgi og hann kom svo rosalega á óvart að ég verð að deila uppskriftinni með ykkur. Rétturinn er LKL/KETO vænn.

Hráefni:

1 vel þroskað avacadó

3 beikon sneiðar

20 gr spínat

3 gr ferskur chili

60 gr rifinn ostur

Smjör til steikingar

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð :

Fyrst og fremst byrja ég á því að kveikja á ofninum, 200°c undir og yfir.

Næst steikti ég beikonið og skar það niður í litla strimla. Það er auðvitað hægt að nota beikon kurl. Svo skelti ég spínatinu og chiliinu á pönnuna með smjörinu og saltaði (auðvitað misjafnt hvað fólk vill mikið salt og gott að muna að beikonið er vel saltað). Svo blandaði ég ostinum, spínatinu, chiliinnu og beikoninu saman. Næst tók ég avacadóið, skar í tvennt og fjarlægði steininn (ef steinninn er rosa lítill þá mæli ég með því að skafa örlítið innan úr avacadóinu). Svo fyllti ég avacadóið með blöndunni, kryddaði eftir smekk og bakaði í 20 mín. Ég kveikti svo á grillinu í 5 mín bara til að fá ostin örlítið gylltan en alls ekki nauðsynlegt. Svo er bara að taka það úr ofninum og njóta.

Instagram : lobbzter

Kveðja ,

Laufey Inga

Ég er 25 ára og á einn yndislegann, lítill strák og frábæran unnusta. Við búum í Vogunum. Ég vinn í eldhúsi hjá veisluþjónustu í Reykjavík og hef mikinn áhuga á eldamennsku. Önnur áhugamál eru ljósmyndun, snyrtivörur, innanhúss arkitektúr og nánast allt sem við kemur list á einhvern hátt.

Back To Top
×Close search
Search