skip to Main Content
Það Sem ég Geri Við Vanlíðan

Það sem ég geri við Vanlíðan

Þegar þunglyndi og kvíði hafa hrjáð einstakling eins lengi og það hefur hrjáð mig þá lærir maður hvað sé best að gera og hvað virkar sérstaklega í ofsakvíðakasti.

  1. Mér finnst gott að finna púlsinn minn, það hjálpar mér að slaka á.  Þá fer ég að einbeita mér að því að telja púlsinn og róar öndunina hjá mér.
  2. Þegar ég var yngri átti ég það til að setja tónlist í botn og liggja undir sæng í algjöru myrkri. Mæli með ef það er bara smá stund,  þá setti ég á þannig tónlist að ég andaði inn og út við takt lagsins.
  3. Á kvöldin þegar ég fæ köst set ég á yoga nidra róandi tónlist.
  4. Ég á það til að skrifa bréf til mín eða þess sem er að valda mér vanlíðan og kveikja síðan í því. Þá er ég búin að koma því frá mér sem veldur vanlíðaninum og samt án þess að nokkur þarf að vita hvað eða hvers vegna.
  5. Mér finnst líka gott að fara eftir mynd sem ég fann einu sinni á netinu.
Þetta finnst mér gott að gera.

Ég vona innilega að þetta hjálpi einhverjum eða öllum,  hver og einn þarf að finna hvað hentar fyrir sig.  Og ég mæli alltaf með að fólk prófi sig áfram

Annars er gott mottó úr teiknimynd,  „Just keep swimming“ úr finding nemo

Árný Hlín Sigurðardóttir

Ég er 29 ára, á eina litla stelpu. Ég bý með kærastanum mínum og dóttir okkar í Vík. Ég er stúdent frá FÁ. Byrja að læra leikskólakennarann í HÍ í haust. Áhugamál: ferðast, lestur, matargerð, uppeldi.

Back To Top
×Close search
Search