skip to Main Content
Augnskugga Pallettur!

Augnskugga pallettur!

Augnskugga pallettur sem ég mæli með!

Ég er algjör makeup enthusiast og elska allt sem tilheyrir makeuppi en það þýðir samt ekki að ég velji hvað sem er, ég leitast alltaf eftir gæðum í vöru. Ég á margar pallettur og þær eru komnar vel yfir 30 talsins en það eru nokkrar af þeim sem eru mínar úppáhalds.

BeBella – Maroon Mayhem

Þessi palletta er þvílíkt góð og falleg, hún er mjög pigmentuð og augnskuggarnir eru eins og silki að nota, hún er með flesta liti sem maður þarf svo að hvort sem að þú sért nýbyrjuð að mála þig eða eins og ég sem elskar makeup að þá ættu allir að eiga þessa pallettu!

      The Balm – Nude palletturnar þrjár

 

 

 

 

 

Þær heita Nude Dude, Nude Tude og Nude Beach, þær eru í svo þæginlegri stærð og eru snilld til að grípa með ef þú ert t.d. að fara í ferðalag og ert ekki með of mikið pláss. Þær eru allar með nógu mörgum litum til þess að búa til look, þarft ekki að nota þær allar og getur bara auðveldlega skotið einni þeirra ofan í tösku og voila!

The Balm – Meet Matte palletturnar þrjár

Þær heita Meet Matte Trimony, Meet Matte Nude og Meet Matte Adore. Þær eru ekki með marga liti hvor fyrir sig en þær eru gríðarlega þæginlegar sem svona augnskugga grunnur og það eina sem vantar í þær pallettur er shimmer litur en það er auðveldlega hægt að kippa bara einum lausum shimmer augnskugga með og þú ert komin með look.

Kristín Daðadóttir

Ég er 22 ára nemi við Háskóla Íslands að læra Félagsráðgjafann, mín helstu áhugamál eru að horfa á þætti, prjóna, makeup og vera með vinum mínum og fjölskyldu

Back To Top
×Close search
Search