skip to Main Content
Tropical – Augnförðun.

Tropical – Augnförðun.

Ég byrja á því að undirbúa augnlokið með hyljara og púðri.

Ég notaði augnskuggapallettu frá Morphe að nafni Jaclyn Hill Pallete.

Fyrst tek ég litinn Cream Sicle,  með burstann Inglot 6SS, og set hann ofarlega í crease á augnlokinu og dreg það alla leið að innri augnkróknum.   (Sjá á mynd)

Næst tek ég litinn Hunts, með burstunum Morphe M200 og M433, og set hann aðeins neðar en sá fyrri.  (Sjá á mynd)

Nú tek ég litinn Jacz, með burstann Morphe M518, og set hann enn neðar og passa að hafa hann á aðeins minna svæði en hinir.   (Sjá á mynd)

Það er allt í lagi að þið hafið þetta aðeins subbulegt núna það mun lagast!

Næst tek ég hyljara og sker augnlokið. Hyljarinn sem ég nota heitir Lock-it frá Kat-von-D og er í litnum White Out. Tip: Því ljósari hyljari því bjartari verður liturinn ofan á. Ég nota burstann Morphe S4 fyrir hyljarann og bý til línu á mitt augnlokið, passa samt ekki að draga og líka passa upp á það að það sé ekki of hátt uppi.  (Sjá mynd)

Kat-von-D Lock-It, White Out

Á meðan hyljarinn er enn blautur tek ég lausann augnskugga frá Inglot Amc Pure Pigment Eyeshadow í litnum 114, með Morphe M124 og legg hann ofan á hyljarann, alveg eins og áðan passa að leggja ofan á ekki draga.   (Sjá á mynd)
Tip: Þið gætuð einnig notað ljósa bláa litinn í Jaclyn Hill pallettunni en ég vildi meira glimmer.

Inglot Amc Pure Pigment Eyeshadow, 114

Nú tek ég aftur litinn Jacz og blanda saman bláa litnum á ytri augnkróknum til þess að það verði ekki skörp lína. Ég einnig set á mig vængjaliner með Maybelline Gel liner í Blackest Black.   (Sjá mynd)

Maybelline Gel Liner, Blackest Black

Til að klára lúkkið tek ég sömu fyrstu litina og set það á neðra augnlokið. Cream Sicle fyrst, svo á aðeins minna svæði set ég Hunts og svo innst og næst auganu er Jacz. Set einnig ljósustu litina í pallettunni á innra augnhornið og á augabrúnabeinið.
Set svo á mig maskara, Roller Lash frá Benefit.  (Sjá á mynd)

Benefit, Roller Lash

Bara Svona að lokum!

Kveðja,

Helga Rut

Ég er 22 ára gömul, á tvær litlar stelpur og bý í Njarðvík. Ég hef áhuga á tónlist, förðun, bakstri og mest af öllu börnunum mínum!

Back To Top
×Close search
Search