skip to Main Content
Uppáhalds Hyljararnir!

Uppáhalds hyljararnir!

Hyljarar krakkar! Hyljarar eru eitthvað sem aaaallir þurfa að bæta inn í förðunarrútínuna sína. Það sem hyljari gerir er að “fela” alla vil ekki segja galla en það sem okkur langar að fela, eins og t.d. bauga, freknur, bólur, tattoo og listinn getur haldið endalaust áfram. Það eru tveir hyljarar sem standa upp úr frá mörgum öðrum sem ég hef prufað og annar þeirra er Urban Decay naked skin hyljari og hinn heitir Dermacol hyljari.

Urban Decay hyljarinn er aðeins minna coverage heldur en Dermacol en alls ekkert síðri, hann er svo mjúkur og auðvelt að blanda hann. Hann lítur svona út:

Hann kemur í 14 litum og ég sjálf nota litinn fair neutral eða allra ljósasta litinn. Það sem mér finnst æðislegast við Urban Decay vörurnar er að þær eru LOKSINS fáanlegar á Íslandi!

Seinni hyljarinn heitir Dermacol og ómægat þessi hyljari! Hann kemur í 13 litum og ég nota 207 eða ljósasta litinn. Hann fæst í apótekum og sumum snyrtivöruverslunum. Hann felur allt og ég meina allt! Hvort sem ykkur langar að fela tattoo eða jafnvel nota þennann hyljara sem full coverage farða þá er það hægt með þessum, af því hann er FULL COVERAGE! Ég horfi á Jeffree Star inná youtube og þar kynntist ég honum og ég tók tvær myndir af netinu sem voru í myndbandinu og shit breytingin sko hahaha!

Fyrir:

Eftir:

Hann er með Tattoo á öllum líkamanum út um allt og þessi hyljari faldi þau algjörlega! Mæli með að kíkja á þetta vidjó hjá honum og see for yourself, þetta er næstum hægt að líkja við galdra hahaha!

Kristín Daðadóttir

Ég er 22 ára nemi við Háskóla Íslands að læra Félagsráðgjafann, mín helstu áhugamál eru að horfa á þætti, prjóna, makeup og vera með vinum mínum og fjölskyldu

Back To Top
×Close search
Search